Úrval - 01.05.1967, Side 107

Úrval - 01.05.1967, Side 107
MADAME SARAH 105 og þrumaði með rödd ofsareiðrar persónu í leikriti eftir Racine: „Til Comédie Francaise.“ Ekilnum dauð- brá, og hann flýtti sér af stað með þennan farþega sinn. En það fóru að renna á hana tvær grímur, þegar hún var komin þang- að. Og hugarstríð hennar jókst enn, þegar hún sletti óvart bleki á samn- inginn, sem hún var í þann veginn að skrifa undir. „Bíðið!“ hrópaði hún í barnslegri hjátrú sinni. „Lofið mér að brjóta örkina saman og sjá, hvað verður úr klessunni. Ef hún myndar fiðrildi, skal ég skrifa undir samninginn. En haldi þetta bara á- fram að vera ólöguleg klessa, getið þér rifið hann í sundur.“ Hún braut örkina mjög varlega saman og þrýsti á. Þegar hún opnaði hana að nýju, komu í ljós fullkomlega mótaðar útlínur fiðrildis. Það var jafnvel með fálmara. Sarah eyddi síðan hálfu áttunda ári í þjónustu Comédie Francaise. Og þar vann hún hvern sigurinn á fætur öðrum. Hún virðist hafa getað töfrað og espað upp almenning að vild, því að eitt augnablikið dáðu hana allir ofboðslega, en á næsta augnabliki var öllum í nöp við hana. Hún var mjög horuð, og varð sú staðreynd hrein gullnáma fyrir skopmyndateiknara og háðfugla. Einn dálkahöfundur lýsti því yfir, að Sarah þyrfti aldrei á regnhlíf að halda, því að hún væri slík hor- rengla, að hún gæti bara stiklað á milli regndropanna. Annar skrifaði þessi orð: „Tómur vagn stanzaði, og út úr honum steig Sarah Bernhardt." Sögur um furðuleg uppátæki henn- ar voru á hvers manns vörum. Ein sagan var á þá leið, að síðustu orð gamals Parísarbúa hafi verið þessi: „Ég kveð þetta líf án nokkurrar eftirsjár, því að þá þarf ég ekki leng- ur að heyra fólk minnast á Söru Bernhardt.“ Meðal vina hennar voru margir þekktustu menn þeirra tíma, þar á meðal höfundarnir Victor Hugo og Emile Zola. Meðal annarra tiginna manna, sem voru tíðir gestir hjá henni, má nefna Ferdinand de Less- eps, er stjórnaði greftri Súesskurð- arins, ljóðskáldið d’Annunzio og Oscar Wilde. Theodore Roosevelt heimsótti hana, í hvert skipti er hann koma til Parísar. Og Sarah dáði hann alveg óskaplega. „Við tvö, þessi maður og ég, gætum stjórnað öllum heiminum“, sagði hún eitt sinn í hópi vina sinna. Hún var einnig góð vinkona prinsins af Wales, og eitt sinn lék þessi góð- lyndi, tilvonandi konungur Bret- lands lík í einu af leikritum hennar. Þrátt fyrir frægð sína var Sarah aldrei fullkomlega ánægð hjá Com- édie Francaise. Hún þjózkaðist sí- fellt við að hegða sér í einu og öllu í samræmi við erfðavenjur þessarar virðulegu stofnunar, enda þótti stjórnendum leikhússins nóg um furðuleg uppátæki hennar. Dag einn þegar leikflokkurinn var að leika í Lundúnum, heimsótti Edward Jarrett, sem var einn frægasti leik- húsmaður Englands, Söru að tjalda- baki og spurði hana vafningalaust, hvort hún kærði sig um að vinna sér inn miklar fjárfúlgur. Sarah sló yfirleitt ekki hendinni á móti slíkum möguleikum. Hún spurði, hvernig hún ætti að fara að því, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.