Úrval - 01.05.1967, Page 112

Úrval - 01.05.1967, Page 112
110 que je vous admire! (Ó. hve ég dái yður!)“ og slengdi um leið báðum handleggjunum um háls honum og kyssti hann rembingskcss á báðar kinnar. Meðan á dvöl hennar stóð í Boston, var henni líka boðið að skoða geysi- stóran hval, Aem lá bundinn þar í höfninni að dauða kominn. Sam- kvæmt tilmælum blaðamarina lét hún taka mynd af sér á baki skepn- unnar, og síðan dró hún út lítið bein, sem stungið hafði verið í risa- vaxinn skrápinn. Svo tóku að birt- ast teikningar af atburði þessum í öllum blöðum, og höfðu blaðamenn- írnir gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn, því að hjá myndunum gat að líta þessa setningu: „Hvernig Sarah Bernhardt krækir sér í hval- bein í lífstykkin sín“. Reyndar hafði Sarah aldrei nokkurn tímann kom- ið i lífstykki á allri sinni ævi. Skepnan gaf brátt upp öndina, en eigandi hennar tók samt að sýna hana á umferðartjaldsýningum gegn 25 centa aðgangseyri. Sýningu þessa auglýsti hann svo á þann hátt, að hann kom gufuorgeli fyrir á hest- vagni og lét draga það um göturn- ar, svo að tónlistin drægi athygli manna að risavöxnu auglýsinga- spjaldi, sem komið var fyrir á vagn- inum. Það var í hryllilega æpandi liturn og sýndi leikkonuna, þar sem hún er að rífa bein úr skepnunni. Hjá myndinni stóð þetta: „Komið og sjáið risahvalinn, sem Sarah Bernhardt drap til þess að ná í bein í lífstykkin sín.“ Og þessi ósvífni kauphéðinn gekk enn lengra. Hann elti blátt áfram Söru Bernhardt á leikferðalagi hennar með þessa sýn- ÚRVAL ingu sína. Og þegar hún fór til New Haven, svo til Hartford og svo til Springfieid, þá var hið fyrsta, sem hún kom auga á, þessi æpandi aug lýsing, og hið fyrsta, sem hún heyrði, var ærandi gargið í orgelinu. Hrifningaræðið, sem lék nú alls staðar um Söru, var nú orðið svo ofsalegt, að Jarrett skrifaði borg- arstjóranum í Chigago, áður en hún hélt þangað, og fór fram á, að hann sendi aukasveit lögreglumanna á vettvang til þess að verða lífvörð- ur leikkonunnar. Borgarstjóranum fannst þessi beiðni fáránleg, vegna þess að hann hafði aldrei heyrt get- ið um „The Bernhardt“, þótt furðu- legt megi teljast. En það leið ekki á löngu, þangað til hann fór að heyra hennar getið svo að um munaði. Þegar Sarah kom til Chicago, lá blátt áfram við, að múgurinn gerði alveg út af við hana í stjórnlausu hrifningaræði. Óþekktur aðdáandi bjargaði henni. Hann lyfti henni upp á axlir sér og bar hana heila á húfi að leiguvagni og ók henni til Palmer House. Það seldist alveg upp á sýningar hennar í Chicago sem annars stað- ar vegna geysilegrar auglýsingar, sem hún fékk þar, án þess að hún færi fram á slíkt. Biskup Biskupa- kirkjunnar í Chicago hafði fordæmt hana svo rækilega í ræðum sínum, að félagi Jarretts skrifaði biskup- inum bréf, sem var svo birt í dag- blöðunum. Það hljóðaði svo: Yðar náð: Þegar ég kem með sýningu til borgar yðar, er ég vanur að eyða 500 dollurum í auglýsingar. En þar sem þér hafið séð um aug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.