Úrval - 01.05.1967, Side 115

Úrval - 01.05.1967, Side 115
MADAME SARAIi 113 riti, er bar heitið ,,Fedora“, neitaði höfundurinn algerlega að ráða Damala. Sarah leigði þá sérstakt leikhús handa eiginmanni sínum til þess að friða hann. Blaðamennirn- ir voru að vísu ósköp gæfir, jafnvel góðviljaðir, þegar hann kom þar fram í fyrsta aðalhlutverki sínu. En velgengni hennar varpaði tafarlaust skugga á frammistöðu hans. Damala reiddist svo ofsalega vegna sigurs Söru í leikritinu „Fedora“, að nokkr- um kvöldum eftir frumsýninguna stofnaði hann til rifrildis við hana. Hann ásakaði konu sína um allar vammir og skammir. Hann sagði, að hún hefði blekkt hann og svikið í þeim tilgangi að eyðileggja leik- feril hans, og svo æddi hann burt af heimilinu. Og næsta morgun lagði hann af stað til Afríku án þess að skilja eftir nokkur skilaboð til henn- ar. Hann skildi Söru eftir með tómt leikhús, sem hún hafði leigt handa honum, og geysilegt fjárhagslegt tap. En þau voru síður en svo skilin að skiptum. Nokkrum mánuðum síð- ar var hann kominn aftur til París- ar og var nú orðinn forfallinn mor- fínneytandi. Sarah gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að fá hann til þess að hætta eiturlyfja- neyzlunni. Hún grannskoðaði her- bergið hans æ ofan í æ„ kastaði burt öllum hylkjunum, sem hún fann, og hótaði lyfsala þeim, sem útvegaði honum eiturlyfin, öllu illu, ef hann hætti því ekki. En ekkert stoðaði, og að lokum gat Sarah ekki þolað framkomu eiginmanns síns lengur. Hún gerði ráðstafanir til þess, að hann kæmist á hæli, og svo fékk hún löglegan aðskilnað frá borði og sæng. Hún var kaþólsk og því hvarfl- aði alger hjónaskilnaður ekki að henni. Eftir þetta reikaði Damala um eins og stjórnlaust rekald á valdi eiturlyfjanna. Hann sökk dýpra og dýpra. Og nokkrum árum síðar hafð- ist upp á honum, þar sem hann dró fram lífið með mestu harmkvælum í ömurlegu leiguherbergi. Þegar Sarah frétti um hið vonlausa ástand hans, flýtti hún sér að sjúkrabeði hans og lét flytja hann heim til sín. Þar hjúkraði hún honum sjálf, en þrátt fyrir tilraunir hennar dró brátt úr honum allan mátt, og það varð að senda hann í sjúkrahús, þar sem hann dó svo að lokum. Sarah lét senda líkama hans til Grikklands. Og hvenær sem hún kom síðar við í Aþenu á leikferða- lögum sínum, fór hún í pílagrímsför að gröf hans. Hún klæddist sorgar- klæðnaði í nokkra mánuði og undir- ritaði þá öll skjöl sem „Sarah Bern- hardt Damala, ekkja“. LÍKKISTA, VIRKI OG DÝRAGARÐUR „Sé nokkuð furðulegra en að horfa á Söru leika,“ sagði Victorien Sardou eitt sinn, en hann skrifaði mörg af vinsælustu leikritum hennar, „þá er það að horfa á hana lifa!“ Ekkert viðfangsefni fannst henni óviðráðanlegt. Hún lagði hönd á margt á sinni eirðarlausu ævi. Hún bjó til höggmyndir (sumar af mynd- um hennar hlutu verðlaun), hún málaði, hún lék á píanó, hún æfði skotfimi, hún veiddi fisk og fór á krókódílaveiðar. Eitt sinn lék hún Hamlet á frönsku fyrir leikhúsgesti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.