Úrval - 01.05.1967, Side 116

Úrval - 01.05.1967, Side 116
114 ÚRVAL í Lundúnum. Að vísu tóku áhorf- endur leik hennar vel, en samt voru sumir gagnrýnendurnir ekki allt of kurteisir. Fyrirsögnin að gagnrýni Max Beerbohms var t.d. þessi: „Hamlet Danaprinsessa“. Allt sitt líf hataði Sarah hvers kyns ofbeldi og harðstjórn, og þeg- ar Dreyfusmálið kom af stað nýrri bylgju Gyðingahaturs, sýndi hún það hugrekki að verja franska höfuðs- manninn opinberlega, jafnvel þótt þetta ylli vinaslitum milli hennar og hennar nánustu vina. Eftir að Dreyf- us hafði verið dæmdur í útlegð á Djöflaeyjunni, hélt hún á fund Emile Zola, og sagt var, að það hafi verið hún, sem hafi talið hana á að skrifa „J’Accuse“ (Ég ákæri), hina frægu vörn fyrir hönd Dreyfusar, en bók sem einkenndist af kröfunni, um að hann fái að njóta réttlætis. Þrátt fyrir þetta óvinsæla hlut- verk sitt utan leiksviðsins hélt hún áfram að vera skærasta stjarnan í leikhúsheiminum. Árið 1898 flutt- ist hún með leikflokk sinn til Théatre des Nations (Þjóðleikhúss- ins), risastórrar byggingar, sem tók geysimarga áhorfendur. Þá var hún orðin 55 ára, en samt skrifaði hún undir 25 ára leigusamning án þess að blikna eða blána. Fyrsta verk hennar var að endurskíra leikhúsið, sem fékk nú nafnið Theatre Sarah Bernhardt, en því nafni var svo breytt á hernámsárunum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar embætt- ismenn nazista komust að því, að leikkonan væri Gyðingur í aðra ætt- ina. Leikhúsið er í notkun enn þann dag í dag, og nú ber það nafn Söru á ný. Er hér var komið sögu, réð hún ein öllu um leiksýningar sínar, og stjórnaði leikhúsi sínu af dugnaði og kunnáttu hermarskálks og örlæti Krösusar. Einkaíbúð hennar að tjaldabaki taldi 5 herbergi, þar á meðal eldhús og ríkulega skreytta gríðarstóra dagstofu, þar sem skíð- lagaði á arni allan veturinn og mest- an hluta sumarins. Einkabúnings- herbergi hennar var líka ofhitað á sama hátt. Það var alltaf troð fullt af blómum, sem hinir fjölmörgu aðdáendur sendu henni. Þar beið hún sem tigin drottning eftir því á hverju kvöldi, áður en sýning skyldi hefjast, að leiksviðsvikapilt- urinn berði að dyrum hjá henni og tilkynnti: „Frú, klukkan verður átta, þegar yður þóknast." Engin önnur leikkona stundaði starf sitt af öðru eins kappi eða annarri eins ósérhlífni. Hún athug- aði hvert smáatriði frá ótal hliðum og vann geysilega mikið fyrir hverja leiksýningu. Hún fór á fætur klukk- an sjö, átti viðtöl við búninga- og leikmyndateiknara til klukkan átta, og síðan æfði hún leikflokk sinn í 3 tima. Eftir hádegisverð, sem hún snæddi í búningsherbergi sínu, hafði hún stundum síðdegissýningu, sem hún lék auðvitað eitt aðalhlutverkið í, og síðan fór hún heim. Svo fór hún aftur í leikhúsið vegna kvöld- sýningarinnar, og eftir að hafa snætt náttverð að leiksýningu lokinni með nokkrum vinum sínum, las hún oft og lærði ný hlutverk þangað til klukkan þrjú að morgni. Hún hafði sína eigin útskýringu á takteinum, er minnzt var á þessa ofsalegu starfsorku hennar. „Orka skapar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.