Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2001, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2001, Blaðsíða 1
Undanfarnar vikur hefur stór hópur fólks verið við nám í félagsheimilinu á Klifi, þar sem Siglingaskólinn var með pungaprófsnámskeið. Siglingaskólinn var stofnað- ur 11 nóvember 1984 og er því 17 ára. Starfsemin er að stærstum hluta kennsla til 30 rúmlesta réttinda (punga- prófs), en ein- nig til hafsigl- inga á skútum, úthafssiglinga á skútum og verkleg kennsla í skútusigling- um. Fjöldi þeir- ra sem lokið hafa pungaprófi frá Siglinga- skólanum er að nálgast 1000. Skólinn hefur aðsetur í Reykjavík og kennslan hefur því farið fram þar. En núna í haust má segja að brotið hafi verið blað í starf- seminni þegar skólinn hélt námskeið til pungaprófs í Ólafsvík. Námskeiðið í Ólafs- vík er það fjölmennasta sem skólinn hefur haldið til þessa, en þar luku 36 nemendur prófi til skipstjórnarréttinda á skipum 30 rúmlesta eða minni. Af þess- um 36 nem- endum voru 4 konur. N e m e n d u r komu víða af að Snæfellsnesi en flestir voru úr Snæfellsbæ. Kennari á námskeiðinu var Benedikt H. Alfonsson. 36. tbl - 1. árg. 22. nóvember 2001 Fjórar konur í pungaprófi Egill SH 195 er nýkominn úr slipp þar sem auk venju- bundins viðhalds var byggt yfir hann. Eins og sést á meðfylgjandi mynd verður talsverð breyting á bátnum í útliti svo ekki sé talað um hve mikið vinnuaðstaðan batnar um borð og öryggi sjómanna verður meira. Breytingarnar á Agli voru framkvæmdar hjá skipa- smíðastöðinni Ósey í Hafn- arfirði. Myndina tók Alfons Finnsson. Grundarbraut 6a, Ólafsvík Sími: 436 1165 Jólageisladiskar 2 fyrir 2000 Egill SH breyttur Brjáluð tilboð á Blómsturvöllum Jakkaföt úr sléttflaueli st. 2 - 10 kr. 9.900 Stakar buxur kr. 4.900 3 litir Tökum daglega upp eitthvað nýtt fyrir jólin Nýir og flottir litir frá Nike. Verslum í heimabyggð. Opið frá 11 - 12 og 13,30 - 18 mánud. - föstud. laugardaga frá 13 - 16 VERSLUNIN BLÓMSTURVELLIR HELLISSANDI S. 436 6655 Verslum með báta- og bílavörur, vinnuföt, útivistarvörur o.fl.

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.