Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og
dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og
Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 1.100
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netfang: steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Um síðustu helgi varð vart
við háhyrning sem rekið hafði
upp í fjöru við höfnina í Rifi,
ekki er vitað hvers vegna
háhyrningurinn drafst en
starfsmenn Hafró hafa tekið úr
honum sýni og mælt lengd og
ummál. Í ljós kom að þetta er
tarfur en líklega ekki fullvaxinn,
lengdin var 6,1 meter en full
vaxnir verða háhyrningstarfar
allt að 10 metrar að lengd og
10 tonn að þyngd.
Í apríl í fyrra rak dauðann
háhyrning á svipuðum slóðum
og var hann heldur stærri eða
um 6,5 metrar, það var líka
tarfur.
jó Nemendur Grunnskóla Snæ
fells bæjar héldu upp á dag
ís lenskrar tungu með ýmsum
hætti. Á Hellissandi komu nem
endur saman á sal þar sem
af hent voru verðlaun í smá
sagna samkeppni 1.4. bekkjar.
Anja Huld Jóhannsdóttir fékk
verðlaun fyrir söguna Tófan og
systkinin sem bestu sögu
nemenda 1. og 2. bekkja en
Aníta Ólafsdóttir fyrir söguna
Jólastress í 3. 4. bekk. Margrét
og Marteinn nemendur 10.
bekkjar komu og lásu úr
bókunum sem þær fengu í
verð laun. Aníta, Minela, Bene
dikt, Dawid, Fjóla Rún og Jason
Jens, nemendur 4. bekkjar fóru
í leikskólann Kríuból og lásu
sögur fyrir nemendur þar. Í
Ólafsvík var sett upp ljóðasýning
á Dvalarheimilinu Jaðri. Sýn
ingin er afrakstur samvinnu
verkefnavers í Ólafsvík og Átt
hagastofu Snæfellsbæjar, en
ljóðin ortu nemendur 5. 8.
bekkjar. Við erum ákaflega stolt
af nemendum okkar og ljóst að
innan skólans leynast án efa
skáld framtíðarinnar. Ljóðin
voru einnig hengd upp til sýnis
í skólanum, m.a. á fallegt
ljóðatré. Ýmis verkefni voru svo
unnin innan hverrar bekkjar
deildar í tilefni dagsins. Á
Lýsuhóli skemmtu nemendur
hver öðrum með flutningi ljóða
eftir Þórarinn Eldjárn og sungu
Ókindarkvæði.
eeá
Háhyrningur
í Rifi
Dagur
íslenskrar tungu
200 milljónir verða í fyrsta
vinning á laugardaginn. Hlé
varð á áskorendaleiknum,
vonandi komum við honum
sem fyrst í gang aftur. Með
pepsídeildarsæti hefðum við
haldið að áhuginn fyrir að
styrkja starfið hjá félaginu í
formi getrauna hefði aukist en
því miður hefur áhug
inn dregist verulega saman og
sjaldan verið tippað eins lítið
og á þessu ári, eða 0,7% af
heildarsölu getrauna en árin á
undan um 1,3%. Opið á laugar
dögum í Íþróttahúsinu frá
11.00 til 13.00. Heitt kaffi á
könnunni. Munið félags núm
er ið 355. Allir velkomnir. Áfram
Víkingur.
Nefndinn.
Nýverið var haldin keppni
innan Unglingadeildarinnar
Dreka sem starfar undir
björgunarsveitinni Lífsbjörg
um nýtt merki deildarinnar.
Alls bárust 9 tillögur. Drekarnir
kusu svo sjálfir um merkið.
Heiðurinn að þessari stór
glæsilegu teikningu á Brimrún
Birta Friðþjófsdóttir!
Við viljum þakka öllum þeim
sem þátt tóku kærlega fyrir.
Umsjónarmenn Dreka
Risapottur
Nýtt merki Dreka
BLEK - TÓNERAR - TÖLVUVÖRUR