Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Um síðustu helgi varð vart við háhyrning sem rekið hafði upp í fjöru við höfnina í Rifi, ekki er vitað hvers vegna háhyrningurinn drafst en starfsmenn Hafró hafa tekið úr honum sýni og mælt lengd og ummál. Í ljós kom að þetta er tarfur en líklega ekki fullvaxinn, lengdin var 6,1 meter en full­ vaxnir verða háhyrningstarfar allt að 10 metrar að lengd og 10 tonn að þyngd. Í apríl í fyrra rak dauðann háhyrning á svipuðum slóðum og var hann heldur stærri eða um 6,5 metrar, það var líka tarfur. jó Nemendur Grunnskóla Snæ­ fells bæjar héldu upp á dag ís lenskrar tungu með ýmsum hætti. Á Hellissandi komu nem­ endur saman á sal þar sem af hent voru verðlaun í smá­ sagna samkeppni 1.­4. bekkjar. Anja Huld Jóhannsdóttir fékk verðlaun fyrir söguna Tófan og systkinin sem bestu sögu nemenda 1. og 2. bekkja en Aníta Ólafsdóttir fyrir söguna Jólastress í 3. ­ 4. bekk. Margrét og Marteinn nemendur 10. bekkjar komu og lásu úr bókunum sem þær fengu í verð laun. Aníta, Minela, Bene­ dikt, Dawid, Fjóla Rún og Jason Jens, nemendur 4. bekkjar fóru í leikskólann Kríuból og lásu sögur fyrir nemendur þar. Í Ólafsvík var sett upp ljóðasýning á Dvalarheimilinu Jaðri. Sýn­ ingin er afrakstur samvinnu verkefnavers í Ólafsvík og Átt­ hagastofu Snæfellsbæjar, en ljóðin ortu nemendur 5.­ 8. bekkjar. Við erum ákaflega stolt af nemendum okkar og ljóst að innan skólans leynast án efa skáld framtíðarinnar. Ljóðin voru einnig hengd upp til sýnis í skólanum, m.a. á fallegt ljóðatré. Ýmis verkefni voru svo unnin innan hverrar bekkjar­ deildar í tilefni dagsins. Á Lýsuhóli skemmtu nemendur hver öðrum með flutningi ljóða eftir Þórarinn Eldjárn og sungu Ókindarkvæði. eeá Háhyrningur í Rifi Dagur íslenskrar tungu 200 milljónir verða í fyrsta vinning á laugardaginn. Hlé varð á áskorendaleiknum, vonandi komum við honum sem fyrst í gang aftur. Með pepsídeildarsæti hefðum við haldið að áhuginn fyrir að styrkja starfið hjá félaginu í formi getrauna hefði aukist en því miður hefur áhug­ inn dregist verulega saman og sjaldan verið tippað eins lítið og á þessu ári, eða 0,7% af heildarsölu getrauna en árin á undan um 1,3%. Opið á laugar­ dögum í Íþróttahúsinu frá 11.00 til 13.00. Heitt kaffi á könnunni. Munið félags núm­ er ið 355. Allir velkomnir. Áfram Víkingur. Nefndinn. Nýverið var haldin keppni innan Unglingadeildarinnar Dreka sem starfar undir björgunarsveitinni Lífsbjörg um nýtt merki deildarinnar. Alls bárust 9 tillögur. Drekarnir kusu svo sjálfir um merkið. Heiðurinn að þessari stór­ glæsilegu teikningu á Brimrún Birta Friðþjófsdóttir! Við viljum þakka öllum þeim sem þátt tóku kærlega fyrir. Umsjónarmenn Dreka Risapottur Nýtt merki Dreka BLEK - TÓNERAR - TÖLVUVÖRUR

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.