Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Blaðsíða 4
Á mánudag voru liðin 45 ár frá því að Ólafsvíkurkirkja var vígð og 120 ár frá því að fyrsta kirkjan í Ólafsvík var tekin í notkun, haldið var upp þessi tímamót með guðsþjónustu á sunnudag. Hefðbundinn kirkju­ kór fékk frí að þessu sinni en barnakórinn sem samanstóð af 28 börnum sá um sönginn, nem endur úr Tónlistarskóla Snæ fellsbæjar sáu um hljóð­ færaleik í forspili og eftirspili. Eftir guðsþjónustu bauð sóknar nefnd upp á rjómatertur í tilefni dagsins og sáu ferm­ ingar börn og foreldrar þeirra um það. Sigrún Baldursdóttir for maður sóknarnefndar Ingjalds hólskirkju færði Ólafs­ víkur kirkju „hænur og geit“ en það eru gjafabréf þar sem að fjölskyldur í Afríku fá að njóta verðmæta gjafabréfsins. jó Laugardaginn 17. nóvember héldu nemendur, í 10. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar, bingó í félagsheimilinu Röst. Þetta var liður í fjáröflun bekkjar inns fyrir útskriftarferð næsta vor. Það er óhætt að segja að bæjar búar hafi tekið uppá­ komunni fagnandi því húsfyllir var á bingóinu. Vinningarnir voru mjög glæsilegir enda fóru margir glaðir heim og aðrir vonandi ánægðir með skemmti­ legan dag. Fjáröflun snýst alltaf fyrst og fremst um velvilja bæjarbúa og ættingja og í þessu tilviki einnig um velvilja fyrirtækja sem styrktu krakkana með vinn­ ingum og hjálpuðu þeim að öðru leiti. 10. bekkur þakkar ykkur öllum fyrir stuðninginn og einnig kærar þakkir til ykkar sem tókuð þátt. þa Kirkjan 45 ára Stofnfundur meistaraflokks kvenna á Snæfellsnesi var haldinn í íþróttahúsi Snæ­ fellsbæjar í mánudaginn 19. nóvember. Alls mættu rúmlega 20 manns á fundinn, leikmenn, stjórn og áhugafólk um kvenna­ knattspyrnu á Snæfells nesi. Stjórn ina skipa Sveinn Þór Elinbergsson formaður, Kristinn Jónasson, Jónas Gest ur Jónas­ son og Elínrós Jóns dóttir gjald­ keri. Gunnar Örn Arnarson, framkvæmdarstjóri meistara­ flokks karla VíkingsÓ, gegnir einnig því hlutverki í hinum nýstofnaða meistara flokki kvenna. Á fundinum var farið yfir grundvöll og markmið með stofnun meistaraflokks kvenna og þjálfari kynntur til sögunnar. Björn Sólmar Valgeirsson mun gegna stöðu þjálfara en hann þjálfar nú þegar lungað úr hópnum sem kemur til með að spila með liðinu. Stuttlega var farið yfir samningsmál auk þess sem málefnalegar um ræður voru um hvað nafn liðið muni bera. Var það einróma álit fundarmeðlima að notast skyldi við nafn Víkings. Um næstkomandi helgi taka stelpurnar þátt í futsal­móti sem haldið verður í Ólafsvík þar sem liðið etur kappi við Breiðablik, Val og Þrótt R. Í kjölfarið verður gengið frá samningum við leikmenn auk þess sem æfingum verður fjölgað. göa Stofnfundur mfl. kvenna Flott bingó HÚS TIL SÖLU Grundargata 60, Grundarfirði 297 fm. einbýlishús á tveimur hæðum byggt árið 1979. Neðri hæð hússins er steinsteypt og sú efri úr timbri. Í húsinu eru tvær íbúðir. Efri hæð skiptist forstofu, eldhús, búr, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Góður sólpallur er út af stofu. Á neðri hæð er 60 fm. bílskúr og íbúð sem skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Auðveldlega mætti breyta húsinu í eina íbúð. Verð 29.900.000,-. Grundarbraut 32, Ólafsvík 236 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1965. Húsið er á tveimur hæðum. Efri hæð skiptist í forstofu, hol, stofu, sólstofu, eldhús, svefnherbergis- gang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Neðri hæðin skiptist í rúmgott hol, bílskúr, geymslur, baðherbergi og tvö samliggjandi íbúðarherbergi og er lítil eldhúsinnrétting í stærra herberginu. Nýlegt parket er á einu herbergi á efri hæð, og nýtt parket er á holi, stofu og tveimur herbergjum. Gott útsýni er frá húsinu. Húsið þarfnast viðhalds. Verð 19.000.000,-. Sjá má myndir og nánari upplýsingar um eignina og aðrar eignir á skrá á heimasíðu fasteignasölunnar: fasteignsnae.is Á Fasteignasölu Snæfellsness eru öll störf unnin af löggiltum fasteignasala sem tryggir öryggi í viðskiptum. Fasteigna- og skipasala Snæfellsness Pétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438-1199, netfang pk@simnet.is Heimasíða: fasteignsnae.is

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.