Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Qupperneq 5

Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Qupperneq 5
Trésmiðja Guðmundar Frið­ rikssonar hefur í haust unnið við að byggja nýtt vigtarhús á Rifi. Fimmtudaginn 15. nóv em­ ber var þeim áfanga náð að lokið var við að reisa húsið, af því tilefni var að sjálfsögðu flaggað og þeir sem að verkinu koma gæddu sér á kaffi og marsipantertu. Áætlanir gera ráð fyrir að húsinu verði lokað og byrjað að kynda fyrir jól en stefnt er að því að húsið verði afhent fullbúið um miðjan febrúar 2013. jó Það er kanski full snemmt fyrir marga að fara í miðjan nóvember í jólafrí, en það hefur einmitt áhöfninn á Steinunni SH gert. Báturinn var í Bol ungar vík og kom svo til Ólafs víkur þann 12. og var þá bátur inn búinn að landa um 80 tonnum í 7 róðrum. Rifsari SH hefur líka verið þar og er búinn að landa 76 tonnum í 8 róðrum. Aðrir dragnótabátar eru með margfalt minni afla og næstur á eftir þessum tveimur er Guð mundur Jensson SH sem er kominn með 17 tonn í 6 róðrum. Ólafur Bjarnasson SH var komin með 10 tonn í 4 en hætti á dragnót og fór á netin og er búinn að landa tvisvar sam tals 14 tonnum. Gunnar Bjarnas on SH er kominn með 15 tonn í 6, Esjar SH 11 tn í 4, Bára SH 6 tn í 2, Sveinbjörn Jakopsson SH 5,5 tn í 5 og svo Egill SH 4 tonn í 2 og báturin hætti á dragnót og er kominn yfir á netin og hefur landað 4,2 tonnum eftir eina löndun. Greinilega mun betri afli á netin en í dragnótina. Þessir tveir netabátar sem eru taldir upp að ofan eru einu og fyrstu SH netabátarnir í haust sem ekki eru á skötuselsveiðum því allir hinir SH netabátarnir eru ennþá á skötuselsveiðum. Magnús SH er komin með 46 tn í 8 róðrum, Bárður SH 18 tn í 6, Hafnartindur SH 11 tn í 5, Arn ar SH 8 tn í 3 og Katrín SH 4 tn í 3. Mjög góð veiði hefur verið hjá smábátunum og reyndar eru nokkrir bátar komnir suður fyrir Snæfellsnes og landað þá á Arnarstapa, t.d Kristinn II SH, Særif SH og Tryggvi Eðvarðs SH, en Tryggvi Eðvarðs SH er kominn aftur í heimahöfn sína og er búin að landa 29 tn í 7 róðrum. Er hann þó langt frá því að vera hæstur SH bátanna því það er nokkrir ofar en hann, t.d Brynja SH sem er með 33 tn í 6, Særif SH 38 tn í 6 og Kristinn II SH sem er hæstur með 43 tn í 6. Af öðrum bátum má nefna Kvika SH sem er með 24 tn í 5, Ingibjörg SH 14 tn í 4, Kóni II SH 13 tn í 4 og Guðbjartur SH 13 tn í 1 og báturinn er ennþá á Skagaströnd og má kanski segja að hann sé fastur þar vegna mikilla snjóa og óveðurs sem hefur verið á því svæði til þess að hægt sé að sigla bátum í heimahöfn sína. Minni bátarnir eru ekki margir en þó hafa bátar sverris­ útgerðinnar fiskað vel og er Sverrir SH kominn aftur af stað eftir vélarbilun, eru bæði Glaður SH og Sverrir SH komnir með sitthvor 14 tonnin, Glaður SH eftir 4 róðra og Sverrir SH eftir 5 landanir. Trollbátarnir hafa fiskað vel, náð fullfermi, og er Helgi SH kominn með 97 tonn, Sóley SH 94 tonn, Farsæll SH 87 tonn og Hringur SH 149 tonn allir eftir tvær landanir. Stóru linubátarnir eru ennþá útum allt land og er Tjaldur SH með 178 tn í 3, Örvar SH 115 tn í 3, Gullhólmi SH 99 tn í 2, Grundfirðingur SH 87 tonn í 2 og þar af landaði báturinn 63 tonnum í Grundarfirði og er þessi löndun fullfermi hjá bátunum og með stærri löndunum hjá bátnum. Sax­ hamar SH er með 86 tn í 2. Balabáturinn Hamar SH er kominn með 65 tonn í 10 róðrum og ákkúrat meðan að þessi pistill er skrifaður þá er Hamar SH nýbúinn að sigla framhjá Sandgerði á langri leið sinni frá Hornafirði og til heimahafnar sinnar á Rifi en þessi langa sigling tekur Hamar SH hátt í 30 klukkustundir. Hamars menn hafa verið fyrir austan í rúma 2 mánuði og landað á Djúpavogi hátt í 411 tonnum. Samhliða þessu hafa miklir flutningar átt sér stað því að allur afli sem og allir balar hafa verið eknir frá Djúpavogi og til Rifs enn þessi vegalend er mjög löng eða 740 kílómetar eða 1480 kílómetrar fram og til baka. Gísli Reynisson www.aflafrettir.com Næstkomandi sunnudag, 25. nóv ember, verður haldinn stofn­ fundur kjördæmisfélags Dögunar í Norðvestur kjördæmi og verður hann haldinn í Bjarkarlundi kl. 14­18. Í tilkynningu frá Dögun kemur fram að u.þ.b. 10% af skráðum félögum í Dögun koma úr þessu kjördæmi, eða 257 af 2.253 félögum. Á fundinum verður tekin ákvörð un um stjórnarkjör. Kos­ ning í stjórn eða ákvörðun um póstkosningu, sem lokið yrði fyrir þriðjudaginn 11. desember. Umræður verða um aðferðir um val á framboðslista í kjör­ dæminu, sbr. 39. gr. laga Dögunar. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér hvað Bjarkarlundur hefur upp á að bjóða, en nefna má að kvöldið fyrir fundinn fer fram villibráðarveisla á staðnum með tilheyrandi skemmtidagskrá og dansleik; ef fólk vill mæta á laugardeginum, hafa það gott og gista. Félagsmenn eru að þessu og öðru leyti hvattir til að fylgjast vel með fréttum á www.xdogun.is og tölvupóstum. Atkvæðisrétt hafa skráðir félagsmenn Dögunar í kjör dæminu­nýir félagar vel komn­ ir. Hægt er að skrá sig á heim asíðu Dögunar www.xdogun.is. Dögun fundar Reisugilli Aflafréttir Nýir réttir á matseðli

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.