Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Blaðsíða 7

Bæjarblaðið Jökull - 22.11.2012, Blaðsíða 7
Víkingur/Reynir lenti í öðru sæti í körfubolta um helgina, en þá fór fram túrnering á Íslandsmóti í B­riðli drengja í 7. flokk í Íþróttahúsi Snæfells bæjar. Liðin sem kepptu voru Fjölnir, ÍR, Hamar/Þór, Hruna menn og svo Víkingur/Reynir. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel unnu ÍR 33 ­ 27, Hruna menn 39 ­ 37 og Hamar/Þór 55 ­ 22 í hörkuspennandi leikjum. Þau töpuðu svo fyrir Fjölni 29 ­ 35. Fjölnir fer því upp í A­riðil en Víkingur/Reynir heldur áfram í B­riðli. Körfuboltaráð barna hjá Víkingi/Reyni og krakkarnir voru að vonum mjög ánægð með helgina og vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem aðstoðuðu þau við túrneringuna. þa Yngri karfa Gengið verður í hús í Ólafsvík sunnudagskvöld 25. nóvember og Lionsdagatölin boðin til sölu. Visa-Euro Debit-Kredit Verð kr. 450,- RafhlöÐuR í ReykskynjaRa Um leið og lionsmenn bjóða dagatöl til sölu n.k. sunnudagskvöld munu þeir í samstarfi við TM bjóða íbúum Ólafsvíkur fríar rafhlöður í reykskynjara. haPPaDRÆTTIsMIÐaR Eins og undanfarin ár verður Lionsklúbbur Ólafsvíkur með leikfangahappadrætti fyrir börnin á aðfangadagsmorgun. Miðar verða seldir um leið og dagatölin og er verðið kr. 300 Eins og áður fylgir tannkremstúpa hverju dagatali lIOnsklÚBBuR ÓlafsVíkuR Það var nokkuð gott skor núna um helgina og voru hópar að fá tveggja stafa tölu í stigum. En til gamans ætla ég að bera árangurinn saman við stöðuna fyrir ári síðan þ.e. eftir 7 umferðir. Anton Ö sem núna er í 1. sæti var þá í því sjöunda. Litla ljónið var þá í 12. sæti en er komið núna í annað sætið. H.G. var í 1. sæti í fyrra en er núna í því þriðja. N1 virðist sýna stöðugleika því hópurinn var í sjötta sætinu fyrir ári en er núna kominn í það fjórða. Þeir roggnu í S.G. Hópnum sýna framfarir á milli ára því hópurinn er núna í 5. sætinu en var í því 16. fyrir ári (enda ekki nema von, það er ekki svo lítið búið að gefa þeim af hjálpartækjum fyrir tippið síðustu ár, hlaut að koma að framförum). Frænkan er á svipuðum slóðum og í fyrra. Stelpurnar á Kaffi 59 sýna verulegar framfarir því þær fara úr 19. sætinu í það sjöunda. Meistararnir eru öllu hressari í ár en í fyrra og eru komnir í 10. sætið úr því fimmtánda. Þá sýnir Pétursson mikinn árangur fer úr neðsta sætinu í fyrra og í það ellefta núna (fengu reyndar þjálfara í ár). Púkarnir virðast dottnir niður af bitanum því þeir eru núna í 12. sætinu en voru í því fjórða fyrir ári (hvað segir Hallur við því að þær séu horfnar). Sæstjarnan er á betra skriði núna en í fyrra eins og Hjálmdís, sem hét þá Hjálmar en með sömu áhöfn. Bryggjupollarnir eru á svipuðum slóðum eins og venjulega. Nú G­42 er eitthvað illa fyrirkallað um þessar stundir (sennilega jólastressið) því hópurinn er kominn í nítjánda sætið en var í fyrra í því áttunda. Þá kemur að stærsta fallinu í þessum samanburði, en það eru félagarnir í Grobbelear sem voru í 2. sæti í fyrra en verma nú það tuttugasta (það hefur greinilega verið betra fæði um borð fyrir ári síðan, nú þurfa Bent og Hemmi að taka að sér matseldina og gefa kokkinum í nefið svo þetta batni). Strákarnir í brettunum hafa örugglega séð brettastaflann hærri en hann er núna, þremur brettum frá botni en voru átta í fyrra. Timon og Pumba fara niður um 10 sæti á milli ára. Nú Up the irons hreyfast nú ekki mikið á milli ára bara um eitt sæti úr því næst neðsta, í það neðsta þannig að þeir virðast hafa stöðugleika. Ég hef ekkert minnst á nýju hópana en þeir eru að gera góða hluti miðað við hina gömlu með alla reynsluna. Að lokum minni ég á getraunasölu UMFG á laugar­ dagsmorgnu frá kl. 11:00 á Kaffi 59 og svo er hægt að sjá stöðu­ töfluna á heimasíðu Grundar­ fjarðarbæjar. Gummi Gísla Up the irons tryggði sér botninn

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.