Úrval - 01.10.1973, Page 6
4
islega eru allir karlmenn hver öðr-
um líkir. Þar er ekki um neina
töfratækni að ræða.
Sönn fullnæging manns og konu
er árangur samstarfs, gagnkvæmrar
tillitssemi, eiginlega gagnkvæmrar
helgunar og nokkurrar reynslu,
Þótt einkennilegt sé, eftir fyrsta
árið í hjónabandi, er skortur kyn-
ferðislegrar fullnægingar ekki leng-
ur aðalatriði fyrir konu, sem bregzt
manni sínum.
Það er miklu fremur algjör von-
brigði með það, sem hún hugðist
njóta í hjónabandi, sem rekur kon-
una til ástafunda við aðra menn.
Um þetta er Karen ágætt dæmi:
,,í menntaskólanum var ég pilta-
gull, og hafði fleiri stráka á hælun-
um en talið yrði.
En svo eftir að ég giftist Randy,
var auðvitað öllu lokið, engin stefnu
mót, engin fín hótel, engin ævin-
týri framar. Svo fór ég að fara ein
út á kvöldin, ekki fyrst og fremst
af kynþörf, heldur til að endurlifa
eitthvað af því sem var, áður en
ég giftist."
Karen er þarna úrvals dæmi um
ótal fleiri í svipuðum kringumstæð-
um — vinsæl stúlka, sem ekki nær
þroska sem eiginkona. En jafnvel
konur, sem minna verða að láta sér
nægja, finna glöggt muninn á því
að vera unnusta og eiginkona. Á
sjötta eða sjöunda ári hjónabands
er freistingin til ótrúnaðar nokkuð
annars eðlis.
Margir eiginmenn hafa þá kóln-
að frá ástarbruna fyrstu áranna og
helga nú atvinnu sinni stöðugt
lengri tíma og sömuleiðis áhuga og
ÚRVAL
kröftum — konan hverfur þá í bak-
sýn.
Kona, sem lítur til annars manns,
meðan eiginmaðurinn er önnum kaf
inn fram á nætur, hugsar í fyrstu
meira um samtal og félagsskap en
blíðuhót.
Eftir að hafa baslað við börn og
húsverk, búðargöngur, hunda, ketti,
sölumenn, síma og dyrabjöllu, véla-
viðgerðir og alls konar amstur frá
klukkan 7 að morgni og fram í
myrkur, setið ein að borði, meðan
börnin voru í skólanum, fer hana
bókstaflega að hungra eftir mann-
legum samskiptum, hún þjáist af
innbyrgðri einmanakennd. Um leið
og hún getur notið samtals og
skemmtunar einhvers, vaknar ef til
vill kynþörf hennar, sem hafði
næstum sofið í venjubundnu fálæti,
sem annir hjónanna höfðu skapað.
Næsti öldutoppur átrúnaðar er
svo eftir 5—6 ára hjúskap.
Þá fara margir að líta eins og ó-
sjálfrátt á konuna sína sem nokk-
urs konar sjálfsagt verkfæri bæði
tilfinningalega og kynferðislega.
Flestir eru þá á kafi í önnum og
áhyggjum og ástin hefur þokað al-
gjörlega inn í skuggann, líkt og
gömul minning, sem eignast varla
framar veruleika.
Þótt þau nálgist hvort annað við
og við, þá verkar það sem gamall
vani vægast sagt og gefur lítið af
fyrri unaði.
Konan á nú önnur vandamál til
að horfast í augu við. Hún gildnar
og þyngist stöðugt og hrukkur við
augu og munn ógna henni með út-
litsbreytingu, sem hún telur ógæfu
sína. Á sama tíma, sem maður henn