Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 7
AF HVERJU ER KONAN ÓTRÚ?
5
ar sýnir henni tómlæti og afskipta-
leysi, sér hún yndisþokka sinn fjara
út og sólsetur óskanna og æskunn-
ar nálgast.
Þetta er hið fræga „síðasta kall“,
sem nefnt er á sálfræðimáli, ef til
vill hið átakaþrungnasta á ævi kon-
unnar. Hún er þá í mikilli hættu
fyrir margs konar freistingum og
getur ofurselt gæfu sína gegn litlu,
og af enn minni forsjá í einsemd
sinni og ótta við „kalt rúm“ í sínu
eigin svefnherbergi.
Hún fórnar yndisþokka sínum -
þessum sem hún sér stöðugt dvína
í speglinum á altari áhuga, ástúðar
og athygli óviðkomandi manna. En
reyndar er þetta allt ekki annað en
það, sem eiginmanni hennar ber
skylda til að veita.
Og það harmskoplegasta er, að
oft er það eiginmaður annarrar
konu, sem er í sömu aðstöðu og
hún, sem veitir nú henni það, sem
hennar maður vanrækir, og hann
gleymir handa sinni konu.
Gina segir svo frá:
„Fred er á sama aldri og mað-
urinn minn.
Georg, það er maðurinn minn,
kemur heim á kvöldin, etur þegj-
andi og sofnar svo við að horfa á
sjónvarpið.
En Fred vill bjóða mér út að
borða, hann tekur fullt tillit til
minna skoðana —• og atlot hans eru
einlæg og hann er tillitssamur við
mig á allan hátt.
Ég var komin á fremsta hlunn
með að sækja um skilnað við Georg
þegar ég hitti Peg, konuna hans
Freds á hárgreiðslustofunni.
Við tókum tal saman og hún fór
að segja mér, hvernig Fred væri
heima fyrir, segði aldrei orð, tæki
aldrei neitt tillit til hennar og um
ástaratlot af hans hálfu væri ekki
framar að ræða.
Hvað finnst yður?
Þessi draumaprins minn var þá
nákvæmlega eins og maðurinn
minn var orðinn við mig.“
Sumir tortryggnir og vanþroska
eiginmenn hrinda konum sínum ó-
beinlínis út í ótrúnað og hjúskapar-
brot.
Lois segir svo frá: ,
Frank hringir til mín síðdegis á
hverjum degi. Ef ég er ekki við,
heldur hann áfram hringingum sín-
um, þangað til ég svara.
Og þá byrja spurningarnar: —
„Hvar varstu? Með hverjum
varstu? Stundum kemur hann
snemma heim til að sitja um mig.
Að síðustu sagði ég við hann í
hálfkæringi: Þó að ég væri farin
að líta í kringum mig, mundir þú
aldrei fá neitt um það að vita..
Hann sagði:
„Ég er viss um, að þú reynir það“,
Og svo reyndi ég það. Ég fór á bak
við hann.
„Og þótti þér gaman á stefnu-
mótinu?"
Lois brast í grát. „Nei, það var
hræðilegt, ógeðslegt. Frank er eini
maðurinn, sem ég get hugsað mér.
En ég varð að stöðva njósnir hans
um mig. En hann hefði aldrei kom-
izt að neinu, nema af því að ég
sagði honum, hvað ég hefði gert.“
„Af hverju gerðirðu það?“
„Auðvitað, það var ekki annað
hægt, fannst mér. Ég reyndi að út-
skýra fyrir honum, að hann þyrfti