Úrval - 01.10.1973, Page 10
8
ÚRVAL
Hve gamall er maðurinn?
Hverjir voru forfeður lxans?
Var vagga hans í Asíu eins og mannfræðingar hafa
haldið fram eða var hún í Afríku?
Kappræðan er spennandi
Uppruni mannsins
- nýjar kenningar
Úr TUESDAY
*
*
*
íðustu tvö árin hafa
ijg tvær furðulegar upp-
götvanir gerðar í Afr-
íku, komið miklu róti á
7V hugarheim mannfræð-
innar, þær hrófla við
gildi lengi viðurkenndra kennin-
setninga um uppruna og þróun
mannkynsins.
Annað var uppgötvun í Kenya,
þar sem hauskúpa og bein fundust
undir jarðlagi sem talið er 2,8 millj-
óna gamalt.
Hitt var sú fullyrðing, að í helli
einum í Suður-Afríku nálægt landa
mærum Natal og Swasilands hafi
fundizt minjar um mann, sem þar
hafi búið fyrir 100 þús. árum.
Samkvæmt viðurkenndum kenni-
setningum eru þessar uppgötvanir
„algjört einsdæmi“. Flestar „ritn-
ingar“ mannfræðinnar telja mann-
inn sem Homo erectus — uppréttan
á tveimur fótum — vart meira en
milljón ára. Samt eru beinin, sem
fundust í Kenya minnsta kosti'
helmingi eldri en það, auk þess sem
þau virðast þroskaðri en bein
þeirra, sem hingað til hafa verið á-
litnir forfeður mannkynsins.
Fyrri fræði telja einnig að senni-
legt sé, að mannkyn það, sem jörð
byggði fyrir 100 þús. árum hafi ver-
ið flatbrýndir, bjúgfættir Neander-
thalsmenn.
En mannleifarnar í hellinum í