Úrval - 01.10.1973, Page 15
13
VKIZTl ?
1. Hver er framkvæmdastjóri Atiantshafsbandalagsins?
2. Eftir hvern er leikritið Klukkustrengir?
3. Eftir hvern er leikritið Hitabylgja?
4. Hver var Peter Paul Rubens?
5. Hver fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1973?
6. Hver er formaður Varðbergs, félags ungra áhugamanna um
vestræna samvinnu?
7. Eftir hvern er tónverkið Don Giovanni?
8. Hver er formaður Félags íslenzkra rithöfunda?
9. Og hver er formaður Rithöfundaíélags íslands?
10. Hvað heitir höfuðborgin í Eþíópíu?
Sjá svör á bls. 128.
Harriet Van Horne:
Það er auðvelt að brosa að ungum mönnum, sem eru að prófa
kjálkaskegg, barta og einkennilegt yfirskegg. Svona tilraunir eru
meðal þess skemmtilega við gelgjuskeiðið. Stúlkur, sem prófa hár-
litun og æðislega augnskugga hlýða sömu hvötum. En þegar sítt
hökuskegg og loðnir bartar fara að spretta fram á andlitum manna
yfir 35 ára, þykir mér það hörmulegt. Og líka ókyssilegt.
Ég velti því líka fyrir mér, hvað valdi þessu. Maður, sem orðinn
er nokkuð við aldur, er með þessu að fela kvíða. Hann vill svo mjög
vera ungur og bregða á leik með ungu kynslóðinni, hversu stirður
sem hann kann að vera orðinn í hnjáliðunum. Eins og McLuhan
mundi segja, þá er þarna á ferðinni uppgjöf einstaklingsins fyrir
hópsálinni.