Úrval - 01.10.1973, Page 22
20
ÚRVAL
undur fjölbreytni og fjársjóða:
Byggingar og listaverk í barokstíl,
húsagarðar glampa fram milli þung
búinna veggja og sterklegra hliða
og porta, sem standa í hálfa gátt,
troðfullar búðir, yfirfullir markaðir,
þar sem allt er til framboðs og sölu.
Ástríða Mexíkana eftir björtum lit-
um á sér engin takmörk. Hver ein-
asta hinna 48 neðanjarðarstöðva á
sér gjörsamlega einstæðan litblæ.
Þá er það fólkið.
Hlæjandi rödd kallar Salud —
sælir frá svölum, nokkrum húshæð-
um yfir höfði mér síðla kvölds. Þar
sem ég rauf kyrrð dimmrar og
hljóðrar götu með snöggum hnerra.
Þarna stóðu öldruð hjón með kan
arífugl. Frúin bar hnakkakerrtan
smáfuglinn í svolitlu, fíngerðu tré-
búri.
Var hann til sölu?
„Nei, nei“ — æpti hún. „Það er
svo gott veðrið, svo að hann mátti
til með að fá sér frískt loft.“
Eða þá leigubílstjórarnir. Einu
sinni var ég að flýta mér og reyndi
í ofvæni að stöðva leigubíl. Þrátt
fyrir allar mínar armsveiflur og óp
fóru fimm eða sex galtómir fram
hjá mér.
Loksins stöðvaði einn. Ég spurði
ökumann hvers vegna starfsfélag-
ar hans litu ekki við heiðarlegum
viðskiptavinum.
„Senor“, sagði hann lágróma, „ég
veit ekert um hina. En hvað mig
snertir, þá er ég veikur í lifrinni.
Og' ætti ég að stöðva til að tína upp
hvert fífl, sem veifar til mín, þá
væri ég löngu dauðúr. Ég vil heldur
hafa frið.“
SÖKKVA, SÖKKVA
Mexíkó er á bakka streymandi
vatns — Texococo. Astekar stofn-
uðu hana þar á eyju í vatninu 1325.
Heilt net af síkjum, skurðum og
upphlöðnum vegum, gerði svæðið og
eyjuna hæf til að bera hálfa millj-
ón manna á brjóstum sér. Sem sagt,
þar var komin höfuðborg ríkis, sem
þandi sig yfir mestan hluta mið- og
suður-Mexíkó, eitt víðlendasta þjóð
ríki þeirra tíma.
í miðborginni var reistur turn-
pýramídi og himinhá musteri til
heiðurs guðunum, sem þeir leituð-
ust við að gera ánægða með ilmi
steiktra hjartna, rifnum úr manna-
brjóstum.
Hernán Cortés og hans gullhungr
uðu sigurvegarar frá Spáni lögðu
undir sig borgina árið 1521, rifu nið
ur hin heiðnu hof og reistu nýja
helgidóma á rústum þeirra.
Borgin er auðug af minjum, en
ekkert er áhrifameira en Plaza of
the Three Cultures. — Torg þriggja
menningarskeiða.
En þar stendur spönsk kirkja —
Santiago-kirkjan við hlið pýramída
Aztekanna, sem þarna námu land.
En hann hefur að mestu verið hresst
ur við að nýju.
Við hlið þessara furðulegu forn-
minja er 20 hæða turn Utanríkis-
ráðuneytisins. Þetta þrennt —
pýramídinn, kirkjan og turninn —
eru fullkomin tákn fyrir Mexíkó-
borg nú á dögum. Þarna er 20 alda
gömul þjóð í Ameríku, sem stend-
ur djúpum og traustum rótum í
menningarerfð sinnar fortíðar, sem
er blandin og samofin úr hefðum og