Úrval - 01.10.1973, Page 25
FORNA NÝTÍZKUBORGIN, MEXÍKÓ
23
við. minnisleysinu og hitt fór fljót-
lega eitthvað í útideyfur líka, svo
að ekki hætti ég að reykja við „mót-
rej'kinga teið.“
TIL HJARTANS
Og svo er hinn víðlendi Chapu-
tepec — skemmtigarður. En viljir
þú þekkja og skilja Mexíkó-borg, þá
þarf að koma þangað á sunnudegi.
Og einmitt á sunnudegi lagði ég
af stað með lestinni, sem flytur fólk
í garðinn. Allt var troðfullt af fjöl-
skyldum með nestiskörfur. Fólk
streymdi aftur og fram úr öllum átt
um og í allar áttir. í söfn og dýra-
garða, upp á hæðir, inn í kastala.
Sumir reru út á vatnið, sérstaklega
ungir elskendur.
Undir aldagömlum ahuehuetes —
sem líkjast afskræmdum supres-
trjám lpku litlar som-pah-pah-
hijómsveitir létt og fjörug lög.
Fjöldinn virtist mestur í miðjum
garðinum nálægt einu stöðuvatninu,
en þar voru óteljandi nestisborð und
ir. trjánum.
Við hvert þeirra var kennari eða
umsjónarmaður að útskýra eitthvað
fyrir svo sem tug af fólki — kon-
um, körlum og börnum, sem sátu
að snæðingi.
Hver borðdeild átti sitt áhugamál
um mismunandi viðfangsefni: Gervi
blómagerð, úraviðgerðir, vefnað,
ensku, perlusaum.
Ég leitaði uppi Abad Guerro de
Gomez, sem ásamt seinni manni
sínum Adán, stofnaði þennan sér-
stæða skóla.
Opinberar byggíngar í Mexíkó eru
oft skreyttar skrautlegum og frá-
bærum málverkum. Hér glittir í
máiverk á ráðuneyti fyrir opinberar
framkvæmtlir.
Ég fann hana, feitlagna konu, með
ástúðleg augu, sem gekk um meðal
þessara sérstöku námsflokka.
Senora de Gomez sagði mér, að
þessir flokkar hefðu verið stofnaðir
árið 1965 til að æfa fólk í ýmiss
konar handiðnum og kenna því tök
in.
Sjö þúsund nemendur hafa nú þeg
ar verið þátttakendur.
„Við þurftum að ná til hjartna
fólksins. Við urðum að láta það
finna, hve þýðingarmikið er að
læra og vinna vel og hjálpa þannig
Mexíkó-borg — borginni okkar til
þroska og menningar.“
Af öllum áhugasömu andlitunum
og æfðu handtökunum við borðin
var auðvelt að sjá, að Senora Gom-
ez hafði náð til hjartna fólksins.
Og ég fann ,að þessi stolta og
elskulega borg hafði alveg ósjálf-
rátt opinberað mér sitt ástríðuheita
hjarta.