Úrval - 01.10.1973, Síða 28
26
seinna fékk hann skarlatsótt sem
sennilega olli heyrnardeyfð hans.
Vegna önugs og lélegs kennara,
ásamt fátækt föðurins, var hann
tekinn úr skóla átta ára gamall.
Eftir það hvíldi öll kennslan á herð
um móður hans. Tíu ára gamall
kom hann sér upp rannsóknarstofu
í kjallara heimilis síns í Port Hur-
on. Hann var' aíltaf að fikta við
símritun og setti eitt sinn upp
símalínu frá heimili sínu til mín,
einni húslengd í burtu. Móttaka
mín var ekki alltaf nægilega góð,
svo stundum fór ég út, klifraði upp
á girðinguna og hrópaði, til að
spyrja hvað hann hefði sagt. Það
gerði Edison alltaf reiðan. Hann
virtist taka það sem vantraust á
tækið.
James Clancy,
æskuvinur frá Port Huron.
Sextán ára gamall fékk Edison
starf sem símritari við loftskeyta-
stöðina í Port Huron. Veturinn 1864
. skemmdi - ísing símaleiðslurnar milli
Port Huron og Sarnia: á Kanada-
strönd St. Clair-áripnar. Ferjuþjón
ustán var einnig. í lamasessi og allt
samband á þessum .þýðingarmiklu
vegamótum !var rofið. Edison stakk
uþp. á því aðæimvagn yrði fluttur
niður að höfninni í Port Huron.
Undir hans leiðsögn- hóf svo lestar-
stjórinn að gefa löng og stutt hljóð
merki með eimpípunni með morse-
stafrófi.. Að . lokum skildi .símrit-
ári á' ströndinni andspænis, hvar
fiskur lá undir steini og lét jiæra
annan eimvagn niður að höfninni
í Sarnia og sendi svarmerki yfir
ÚRVAL
mílubreitt fljótið. Sambandi hafði
verið komið á.
Saga Edisons
og aðrar heimildir.
Árið 1869 kom Edison, þá 22 ára
gamall til New York sem atvinnu-
laus uppfinningamaður. Ári seinna,
eftir nokkrar smáVægilegar upp-
götvanir á sviði áímritunar, var
hann beðinn af forstjóra útibús
Western Union símafyrirtækisins
að bæta vélabúnað sem prentaði
gangverð verðbréfa á skrifstofum
verðbréfasalanna.. Á þrem vikum
fann Edison Upp og fullkomnaði
tæki sem leiðrétti á sjálfvirkan
hátt verðbréfaprentvélarnar í hvert
skipti sem þær tóku upp á að
prenta óeðlilegar tölur. Edison var
þá rétt fyrsta ávísunin sem hann
hafði nokkru sinni fengið, að upp-
hæð 340.000 kr. Þegar hann rétti
illkvittnum gjaldkera ávísunina
voru einhver orð látin falla, sem
hann vegna heyrnardeyfðarinnar
skildi ekki. Honum var rétt ávís-
unin aftur og hann sneri til baka
til forstjórans sem sagði honum að
hann þyrfti að staðfesta hana með
nafni sínu. Hann fékk upphæðina
greidda í smáseðlum og. tróð þeim
alvarlegur í bragði í alla vasa sína.
Hann fór síðan til Newark og sat
uppi alla nóttina af ótta um að
hann yrði rændur.
William H. Meadowcroft,
ritari Edisons.
Árið 1876 ákvað Edison að helga
sig algjörlega uppfindingunum, í
einangruðu smáþorpi í New Jersey,
sem bar nafnið Manlo Park. Þar