Úrval - 01.10.1973, Side 31
EDISON, MAÐURINN OG SNILLINGURINN
29
niður fyrir allar aldir, borða morg-
unverð og fara út á rauðmálaða
veröndina (við Glenmount, heim-
ili Edisons í West Orange, New
Jersey). Fyrst fengum við þessar
litlu hvellkúlur, hann skemmti sér
við að láta þær springa rétt við
fætur okkar svo að við stukkum í
loft upp. Það var ekkert illhvittið
við þetta, hann hafði bara skemmt-
un af að sjá okkur stökkva um og
auðvitað gerðum við honum það
sama. Síðan fengum við þessar
kínversku púðurkellingar, hvirfi-
hjól og hvellkúlur.
Charles Edison,
fylkisstjóri.
Ég geri ekki ráð fyrir að nokkuð
furðulegra hafi skeð við miðdegis-
verð, hvorki í New York eða ann-
ars staðar. Eftir fyrsta réttinn
benti Edison (þá 69 ára) á ljósa-
krónu í miðju salarins og sagði,
„Henry“ (beindi orðum sínum til
Henry Ford, bílaframleiðandans).
„Ég skal veðja við þig hverju sem
þú vilt að ég get sparkað kúlunni
þeirri arna af ljósakrónunni". Ford
sagðist taka veðmálinu. Edison stóð
upp, ýtti borðinu til hliðar, stillti
sér upp í miðjum salnum með aug-
un á kúlunni, sparkaði því hæsta
sparki sem ég hef nokkru sinni séð
og mölbraut kúluna. „Við skulum
sjá hvað þú getur Henry“, sagði
hann síðan. Ford miðaði vandlega
en missti marks, þó litlu munaði.
Það sem eftir var miðdegisverðar-
ins hældist hann um við Ford.
Hann virtist stoltari af þessu háa
sparki en þó hann hefði fundið upp
ráð til að enda kafbátahernaðinn
fyrir fullt og allt.
Josephus Daniels,
flotamálaráðherra í stjórn
Woodrow Wilson.
Dag einn þegar við Edison heim-
sóttum Luther Burbank í Kalifor-
níu, bað Burbank okkur að rita í
gestabók sína. Þessi bók hafði dálk
fyrir nafnið, annan fyrir heimilis-
fang, þann þriðja fyrir starfsheiti
og að lokum fyrir „hefur áhuga
á.“ Án nokkurs hiks skrifaði Edi-
son í síðasta dálkinn „öllu“.
Henry Ford.
Edison heimsótti eitt sinn rann-
sóknarstofu sína í Menlo Park í
Dearnborn, Michigan (sem Henry
Ford lét endurreisa fyrir um 840
milljón krónur), til að kynna sér
hve vandlega og ýtarlega allt hafði
verið framkvæmt. „Þér hefur tek-
izt þetta svona 99%%“, sagði hann
við Ford. „Hvar vantar á um þetta
%%?“ spurði Ford. „Það var al-
drei svona hreint hjá okkur,“ svar-
aði Edison.
E.G. Liebold,
aðstoðarmaður Ford.
Edison var að leika sér að kvika-
silfri í glerbikar. Hann spurði mig
hvort mér þætti ekki kvikasilfur
furðulegt efni. Ég sagði svo vera.
Allt í einu tók svipur hans á sig
óvenjulegt og lotningarfullt yfir-
bragð. „Fólk kallar mig mikinn
uppfindingarmann“, sagði hann.
„Ég er ekki þess verður að ég sé
nefndur á nafn. Þegar ég hugsa til
þess að ég get ekki einu sinni skap-