Úrval - 01.10.1973, Page 40
38
ÚRVAL
til að hrista upp í heypokum skrif-
stofubáknsins.
Með aðstoð ættingja og vina stofn
uðu þau flokk, sem lét bréfum rigna
yfir þjóðgarðaþjónustuna.
Ennfremur skrifuðu þau þing-
mönnum, blöðum, tímaritum, út-
varps- og sjónvarpsstöðvum. Stund
um, já, oftsinnis fylgdu þau bréf-
unum eftir með símtölum og per-
sónulegum heimsóknum. ,,Slys er
hægt að hindra,“ sögðu þau, og
bentu á þá staðreynd, að iðnaðar-
samböndin hefðu komið slysatölu
úr 16 á hverja 100 þús. verkamenn
árið 1929 niður í 7 árið 1969. Tveim
mánuðum eftir slysið hjá Hechts-
fjölskyldunni barst aðstoð, ef svo
mætti segja frá öðrum sorgarat-
burði.
Fjórtán ára gamall Kanadadreng-
ur steig á stökka og þunna jarð-
spildu í Yellowstone og slasaðist
mikið. Fyrir sérstakt snarræði tókst
þó að bjarga lífi hans en samt náði
bruninn yfir mikinn hluta líkama
hans. Hechts-hjónin kornu fréttum
af þessu slysi til þingmannsins
Richard D. McCarty. Og hann lét
fara fram rannsókn á öryggisráð-
stöfunum í ,,görðunum“.
Þetta slys vakti því til skjótra
framkvæmda innan þjóðgarðaþjón-
ustunnar. John Hast var í skyndi
sendur til Yellowstone Park. Þótt
tveir mánuðir væru liðnir frá láti
Andrews, varð málið aftur á hvers
manns vörum og allt í einu áhrifa-
mikið.
Hast var að störfum í „Garðin-
um“ yfir alla helgina, hringdi svo
síðdegis á sunnudegi til Washington
og gaf sína skýrslu. Og hún stað-
festi mikið af því, sem Hechts-hjón-
in höfðu sagt um hætturnar. Aukn-
ar varúðarráðstafanir voru nauð-
synlegar og það strax.
Að áliti Hasts var aðalástæðan sú,
hve borgarbúar, sem heimsæktu
„garðinn“ væru fákunnandi um
hætturnar þar og grandvaralausir.
George B. Hartzog, forstjóri kom
að máli við Hechts-hjónin, sýndi
þeim afrit af skýrslu Hasts og lof-
aði að gefa þeim upplýsingar um
alla framvindu mála og endurbætur
á þessu sviði.
Þessar ráðstafanir voru hið
fyrsta, sem foreldrar Andrews
fengu að vita um varúðarfram-
kvæmdir á hættusvæðunum. En
samt sem áður ákváðu þau að setja
pressu á kerfið með því að höfða
skaðabótamál gegn stjórninni við-
víkjandi dauða Andrews.
Vorið 1971 óskaði þjóðgarða-
þjónustan eftir 121.500 dala fram-
lagi til hagkkunar á launum eftir-
litsmanna.
Hechts birtist þá sem áheyrandi
frá nefnd, sem taldi þetta of lágt
og með þeim árangri að fjárveit-
ingin var hækkuð um helming.
Þjónustan sjálf var nú sameinuð
til átaks um öryggi fremur en
nokkru sinni fyrr.
Hechts gerði uppástungu um sér-
stakt eftirlit með öryggisvörnum.
Viðvaranir gegn umgangi um
hverasvæðið í Yellowstone Park
voru teknar upp í útvarpi fyrir
ferðafólk.
Mefnd með formanni úr hópi
Landfræðifélags þjóðgarða var sett
á laggirnar. Bæklingar og spjöld
voru afhent gestum og orðið