Úrval - 01.10.1973, Page 44
42
Allt fyrir Jimmy
WOMAN'S OWN
eðal margra nemenda,
*
*
M
* sem á þessu ári hefja
nám í kennaraskóla,
verður kyrrlátur, ungur
.'ii'i'.M'.'KíK maður, er heitir Jim
A IW'AA Hewlett. Við þetta virð-
ist ekkert sérstakt, þar til móðir
hans segir frá því, að fyrstu 14 ævi-
árin gat hann varla skrifað.
Jim var mjög seinn til að læra að
lesa, en mesta vandamálið var það
að skrifa. „Báðar hendur hans voru
eins og vinstri hendur eru á flest-
um.“ Þannig útskýrir móðir hans
þetta.
Það að komast í kennaraskóla, er
bæði fyrir Jim og móður hans, á-
rangur af áralangri baráttu, þegar
þau vissu ekki, hvað var að honum
— og svo þegar orsökin fannst loks-
ins, var þeim sagt, að þetta væri
ólæknanlegt.
Saga Jims hefst fyrir mörgum ár-
um, á bóndabæ í Hampshire, og
þangað fór ég til þess að hlusta á
Jo Hewlett segja söguna af Jim og
söguna, sem ekki er síður eftirtekt-
arverð, um starf hennar við að
hjálpa börnum, sem eiga við sama
vanda að etja og hann.
Merkið, sem ég sá, þegar ég ók
upp að steinbyggingum bóndabæj-
arins með mjaltaskýlunum og fer-
köntuðum reykháfum — á því stóð
„Lækningastöð fyrir seinfæra" —
var það eina sem gaf til kynna að
ég væri stödd á öðrum bóndabæ.
Einnig hafði ég heyrt Jo minnast
á hliðarvíxlun. Ég spurði, hvort
þetta væri hin sérstaka orsök lestr-
arerfiðleika þeirra, sem bæði Jim
og hin börnin í lækningastöð henn-
ar áttu við að stríða.
Hún brosti. „Við vitum varla nóg