Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 49
ALLT FYRIR JIMMY
47
en um mikilvægi þess eru ekki all-
ir sammála — og í þriðja lagi
reynum við að þjálfa augnvöðvana
og gera þá stöðuga til að greina
prentaða línu eða myndir. Við
reynum að gera öll skilningarvit
barnsins fullkomin.“
Jo gekk til dyranna. „Komdu, ég
ætla að sýna þér þetta. Það er
bekkur í næsta herbergi." f næsta
herbergi var glaðlegur níu ára
drengur að skríða yfir gólfið, og
á eftir honum alveg jafn glaðleg
átta ára stúlka. Kennarinn, Diane
Mahoney, leiðbeindi: „Jæja, Paul,
nú skulum við gera hina æfinguna,
að skríða eftir tíglunum, hægra hné
og vinstri hönd koma fram saman.
Þú líka, Hilary."
„Já, þau eru að læra að skríða,“
sagði Jo. „Þessi tvö eru raunveru-
lega örvhent, en þau nota hægri
höndina of mikið; þessar æfingar
hjálpa til að ákveða, hvort verður
ríkjandi."
Lækningastöðin komst á fót eig-
inlega fyrir tilviljun. Skólastjórar í
héraðinu hringdu í Jo í sífellu, þeg-
ar þeir heyrðu um starf hennar í
Lankhill-skólanum. „Einn þeirra
sárbað mig og spurði mig í guðs
nafni, hvort ég gæti hjálpað," sagði
Jo. „Hjá honum voru fimm dreng-
ir, sem hann var viss um, að voru
vel gefnir, en lestur þeirra og
skrift var afleitt. Við prófuðum þá,
og í ljós kom, að þeir höfðu þessa
víxlun. Diane hérna, sem þá vann
með mér á Lankhill, bauð hjálp
sína. Svo að við fengum drengina
hingað á kvöldin í nokkrar vikur,
og árangurinn varð mjög góður.“
Þessa löngu daga þjáninganna var
Frú Hewlett kennir drengnum And-
rew, hvernig hann á að bera sig að
því að skríða rétt og hreyfa fram á
vinstri fót og hægri handlegg sam-
tímis. Jafnframt er stúlku sýnd rétt
stelling í svefni.
Með leikjum, eins og t. d. parís, eru
bömin aðstoðuð við að bæta sér upp
að þau lærðu ýmiss konar hreyfing-
ar ekki í frumbernsku eins og önn-
ur hörn gera.
Svona gleraugu, skærlituð, þykir
börnunum gaman að bera, en þau
vita ekki jafnvel og frú Hewlett,
hve mikið gleraugun auðvelda þeim
að læra að lesa.