Úrval - 01.10.1973, Page 50

Úrval - 01.10.1973, Page 50
48 ÚRVAL Gay, sem alltaf gat brosað, vanur að koma inn og finna þá tvö eða þrjú ókunnug börn á gangi um húsið. ,,Því að við verðum að hjálpa þeim,“ sagði Jo. ,,Og Gay tók þessu ákaflega vel, svo að við settum upp lækningastöð hérna í íbúðarhúsinu á bænum. Við setjum upp 1 pund á klukkutímann, en það rétt að- eins nægir fyrir kostnaði. Vandinn er sá, að við getum einfaldlega ekki tekið við fleirum og það skrifa okkur svo margir alls staðar að frá öllu Englandi árangurslaust. Við verðum að vona, að einhverjir haldi þessu starfi áfram í framtíðinni. Hefur starf ykkar nokkurn tíma orðið árangurslaust? „Þrem börnum reyndum við að hjálpa án nokkurs árangurs, en annað hvert barn, sem við höfum tekið, hefur sýnt einhverjar fram- farir. Stundum náum við einstæð- um árangri — átta ára gamall drengur kom tvisvar í viku í fjór- ar vikur og lestrar-aldur hans hækkaði sem svaraði 18 mánuðum. Annar drengur, níu ára, kom þrisv- ar í viku í fjóra og hálfan mánuð og lestrar-aldur hans hækkaði um fjögur ár!“ Það fyrsta, sem Jo og samstarfs- fólk hennar gerir, er að láta börn- in gangast undir læknisrannsókn til að athuga, hvort nokkuð sé athuga- vert við sjón eða heyrn. Ef svo er ekki byrjar Jo meðferðina, en þá meðferð kveður Jo geta verið hættulega í höndum þess, sem ekki kann með að fara. „Hvert barn þarínast einnar og hálfrar stundar þrisvar í viku. Ef augun starfa ekki rétt, látum við á þau gleraugu, ef hendurnar vinna ekki rétt, setjum við þau í fatla, en ef það eru fæturnir, er allt erf- iðara, en við gerum okkar bezta. Við látum þau hoppa í parís og taka kúlur upp með tánum, allt til að láta þau nota fæturna til þess að leiðrétta víxlunina." Jo er sannfærð um, að mörg börn yfirgefa skólann rétt um það leyti, sem þau eru að vaxa upp úr þessu ástandi, en þá er of seint að hjálpa þeim, og mörg þeirra verða utangarna, dragbítar í nútíma gagn- fræðaskólum, sem þó hefðu getað notað ævina til einhvers gagnlegs, ef þau hefðu fengið hjálp í tíma. Jo og félagar hennar vita, að þetta ástand barna er til alls stað- ar í heiminum, og þau hafa sam- band við uppeldisfræðinga í Jap- an, Sviss, Svíþjóð og Ástralíu. „Við viljum gera yfirlit frá sex mismunandi sjónarhornum. Við viljum finna út hve stórt hlutfall af sámfélaginu á við þennan vanda að stríða. Við viljum líka komast að því, hvaða hluti meðferðar okk- ar orsakar hinar sjáanlegu fram- farir í lestri og skrift. Þegar við höfum komizt að þessu öllu, verður ákaflega einfalt að framkvæma kenningar okkar. Hægt væri að hafa við hvern skóla einn kennara, sem væri þjálfaður í að gera prófanir. Ef þeir svo finna þau sömu einkenni, sem fengu mig til þess að ráðast í að hjálpa Jim, þá gætu þeir hafið meðferðina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.