Úrval - 01.10.1973, Page 53

Úrval - 01.10.1973, Page 53
SKRIFAÐU EINS OG ÞÚ TALAR! 51 bréfið eins persónulegt og unnt er, þeim mun áhrifameira verður það. Byrjaðu á réttum stað Hafðu ekki of langan inngang eða aðdraganda að efninu. Kastaðu strax út mörsiðinu, svo að lesand- inn verði ekki orðinn hundleiður og kasti öllu frá sér áður en að erindi bréfs eða ritgerðar kemur. Það er erfitt fyrir lesandann að þurfa að lesa lengi, áður en hann getur gert sér grein fyrir erindinu. Hann þarf að vita sem fyrst, hvort svara skal „já“ eða „nei“. í stað þess að eyða orðum og tíma í klaufalegan inngang þá byrjaðu á réttum stað, með því að minnast á aðalatriðin. Síðar í bréfi eða ritgerð væri fremur hægt að koma með einhverjar útskýringar. Sjáið muninn á þessum tveim bréfum um sama efni og að nokkru með sömu orðum: „Herrar mínir, Með skírskotun til ofangreindrar innheimtu, sem þér sögðuð okkur að gera samkvæmt uppástungu góð gerðarstofnunarinnar, óskum við að tilkynna, að hr. Ling hefur ekki hringt til okkar né sent nokkrar fyrirspurnir af sinni hálfu. Þessar upplýsingar eru birtar yð- ur, ef þér kynnuð að vilja gera frekari fyrirspurnir um málið.“ — í þessu bréfi skal allt strikað út aftur að orðunum Hr. Ling. Það verður því einfaldlega svona: „Herrar mínir, Hr. Ling hefur hvorki hringt til okkar né sent fyrirspurnir af sinni hálfu. Hafið þér nokkrar frekari fyr irspurnir?" Sjáið muninn, skýrt stutt og skor- inort, verður ekki misskilið. Allar orðalengingar á bak og burt. í einu orði sagt Ljómandi. Allir lesarar eru í tímahraki nú á dögum. Því styttri tíma, sem lest- urinn tekur því betra. Stuttar setn- ingar eru því vinsælar. Setning sem er lengri en 40 orð, verður vart les- in með fullri hugsun, nema með erfiðismunum. Erfiði er ekki vin- sælt. Gerið því tvær 20 orða, úr einni 40 orða setningu. Það er oftast mjög auðvelt. Athugið aðeins í hverju aðalhugsunin felst. Mörgum hættir við að binda sig við ákveðin uppáhaldsorð, sem koma þá aftur og aftur, Reynið að finna slík orð í stílnum og fjarlægið þau. Setjið önnur í staðinn og allt í einu verða uppáhaldsorðin ekki lengur svo dýrmæt. Það gerir málið mergjaðra og auð ugra að víxla dálítið til með orð um sömu hugtök. En umfram allt ekki skrifað mál heldur einfalt og hreint. Skrifið fyrir fólk Gefið orðum og skoðunum ein- lægni og mannlegan blæ, snertingu við venjulegt fólk með hugsun og tilfinningu. Tjáið eðlilegar tilfinningar á eðli- legan hátt. Góðar fréttir skal segja glaðlega. Séu tíðindin slæm skal segja og sýna, að þú finnir til þess. Vertu eins kurteis, hlýlegur og áhugasamur viðvíkjandi lesanda eins og þú sætir á móti honum við matborðið. Mundu að mannleg vera tekur við bréfi þínu eða skýrslu. Sjálf-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.