Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 57

Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 57
AF HVERJU NÝTURÐU EKKI. . . 55 einmitt fullkomið dæmi um þetta. „Það sem mig langar mest í, af öllu 1 þessari veröld, er járnbraut- armódel," viðurkenndi hann feimn- islega dag einn. „En ég geri ráð fyrir því að þurfa að bíða þar til ég eignast son.“ Hann skammaðist sin ákaflega, að hann fullorðinn manninn skyldi langa til að leika sér að járnbrautarleikfangi. Hann fékk að lokum járnbrautina sína, en jafnvel þá laumaðist hann með hana inn í hús sitt svo nágrann- arnir kæmust ekki að leyndarmál- inu. Annað atriði er það sem Martin kallar „verður og ætti“. Hann seg- ir: „Ogden Nash skrifaði einu sinni, að flest fólk þjáist að stöðugt versn- andi ,,verðum“. Þetta er satt. Mörg okkar lifa í stöðugri þrúgun með „verðum“ allt í kringum okkur. Okkur finnst að við ættum að gera þetta og ættum að gera hitt, að við ættum að vera fullkomin. En okk- ar innri maður hatar þetta „verð- um“. Jafnvel þegar við erum að gera það sem okkur finnst við eig- um að gera •— þrífa til í íbúðinni eða slá blettinn eða hvað það nú er — veitir okkar innri maður við- nám. Þetta er kannski meginástæða þess að okkur leiðist. Það liggur ljóst fyrir að við verð- um að vera ábyrg gerða okkar, ílestum stundum, fólk reiðir sig á okkur. Við verðum að hlýða sum- um ,,verðunum“. Gallinn er bara sá að það verður rótgróið, vana- fast og við berum það með okkur í tómstundum okkar. Svo að í stað þess að eyða þessum fallega laug- ardegi, útteygður í sólinni eða við að hlusta á hljómlist, hreinsum við út úr forstofuskápnum eða endur- skipuleggjum eldhússkúffurnar. Sálfræðingum ber saman um, að fyrir flesta, verður það aldrei auð- velt að losna við „verðum og ætt- um“ sem hrjá tómstundir okkar. En það gæti tekizt. Hér eru nokkr- ar hugmyndir sem gætu orðið hjálplegar. Viffurkenndu leiffindi þín: Viss leiðindi eru óhjákvæmileg í lífi hvers manns og við því er ekkert að gera. Tilbreytingarlaust starf, endurtekin handverk við heimilis- störfin, þetta verðum við að ganga í gegnum. En leiðist þér í frítíma þínum? Finnurðu þér oftast eitt- hvað skemmtilegt eða áhugavert að gera á kvöldin og um helgar? Eða eyðirðu einfaldlega tímanum við verk sem hvort eð er skipta ekki miklu máli? Ef þú uppfyllir seinna atriðið, þá viðurkenndu það — og taktu ákvörðun um að gera eitthvað í málinu. Dreymdu dagdrauma. Börn dreymir dagdrauma mikinn hluta tíma síns, dreymir um að giftast laglegum prins, að verða knatt- spyrnuhetja, að geta flogið um himingeiminn, eins og fuglinn fljúgandi. Við fullorðna fólkið göngum með þá grillu að dag- draumar séu nokkuð sem uppvax- ið fólk á ekki að láta eftir sér. Vitleysa. Dagdraumar geta sagt okkur margt um okkar innri mann. Dreymir þig dagdrauma um ferð til London eða Rómar? Kannski þú hafir ekki efni á ferð niður til Evrópu, en það hljóta að vera til skemmri ferðalög. Dreymir þig að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.