Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 57
AF HVERJU NÝTURÐU EKKI. . .
55
einmitt fullkomið dæmi um þetta.
„Það sem mig langar mest í, af
öllu 1 þessari veröld, er járnbraut-
armódel," viðurkenndi hann feimn-
islega dag einn. „En ég geri ráð
fyrir því að þurfa að bíða þar til
ég eignast son.“ Hann skammaðist
sin ákaflega, að hann fullorðinn
manninn skyldi langa til að leika
sér að járnbrautarleikfangi. Hann
fékk að lokum járnbrautina sína,
en jafnvel þá laumaðist hann með
hana inn í hús sitt svo nágrann-
arnir kæmust ekki að leyndarmál-
inu.
Annað atriði er það sem Martin
kallar „verður og ætti“. Hann seg-
ir: „Ogden Nash skrifaði einu sinni,
að flest fólk þjáist að stöðugt versn-
andi ,,verðum“. Þetta er satt. Mörg
okkar lifa í stöðugri þrúgun með
„verðum“ allt í kringum okkur.
Okkur finnst að við ættum að gera
þetta og ættum að gera hitt, að við
ættum að vera fullkomin. En okk-
ar innri maður hatar þetta „verð-
um“. Jafnvel þegar við erum að
gera það sem okkur finnst við eig-
um að gera •— þrífa til í íbúðinni
eða slá blettinn eða hvað það nú
er — veitir okkar innri maður við-
nám. Þetta er kannski meginástæða
þess að okkur leiðist.
Það liggur ljóst fyrir að við verð-
um að vera ábyrg gerða okkar,
ílestum stundum, fólk reiðir sig á
okkur. Við verðum að hlýða sum-
um ,,verðunum“. Gallinn er bara
sá að það verður rótgróið, vana-
fast og við berum það með okkur
í tómstundum okkar. Svo að í stað
þess að eyða þessum fallega laug-
ardegi, útteygður í sólinni eða við
að hlusta á hljómlist, hreinsum við
út úr forstofuskápnum eða endur-
skipuleggjum eldhússkúffurnar.
Sálfræðingum ber saman um, að
fyrir flesta, verður það aldrei auð-
velt að losna við „verðum og ætt-
um“ sem hrjá tómstundir okkar.
En það gæti tekizt. Hér eru nokkr-
ar hugmyndir sem gætu orðið
hjálplegar.
Viffurkenndu leiffindi þín: Viss
leiðindi eru óhjákvæmileg í lífi
hvers manns og við því er ekkert
að gera. Tilbreytingarlaust starf,
endurtekin handverk við heimilis-
störfin, þetta verðum við að ganga
í gegnum. En leiðist þér í frítíma
þínum? Finnurðu þér oftast eitt-
hvað skemmtilegt eða áhugavert
að gera á kvöldin og um helgar?
Eða eyðirðu einfaldlega tímanum
við verk sem hvort eð er skipta
ekki miklu máli? Ef þú uppfyllir
seinna atriðið, þá viðurkenndu það
— og taktu ákvörðun um að gera
eitthvað í málinu.
Dreymdu dagdrauma. Börn
dreymir dagdrauma mikinn hluta
tíma síns, dreymir um að giftast
laglegum prins, að verða knatt-
spyrnuhetja, að geta flogið um
himingeiminn, eins og fuglinn
fljúgandi. Við fullorðna fólkið
göngum með þá grillu að dag-
draumar séu nokkuð sem uppvax-
ið fólk á ekki að láta eftir sér.
Vitleysa. Dagdraumar geta sagt
okkur margt um okkar innri mann.
Dreymir þig dagdrauma um ferð
til London eða Rómar? Kannski þú
hafir ekki efni á ferð niður til
Evrópu, en það hljóta að vera til
skemmri ferðalög. Dreymir þig að