Úrval - 01.10.1973, Page 63
HÖFUÐVERKUR ER EKKI ÍMYNDUN
61
um tekur langan tíma, og þá mest
vegna þess að það verður að prófa
lyfin á hverjum sjúklingi. Hæfa þau
eða ekki? Lyfjameðferðin inniheld-
ur örvandi þætti, sem hafa áhrif á
samsetningu höfuðverkjarins jafnt
og skap eða hugarástand sjúklings-
ins —• stundum ásamt öðrum lyfj-
um.
Þó að mikill árangur hafi náðst
í lækningu þeirra, sem þjást af höf-
uðverk, þá eru sérfræðingar á
þessu sviði sammála um, að ekki
séu fundin öll svör ennþá. Hvert
einasta þekkingarbrot, allt nýtt, er
fram kemur, varpar nýju ljósi á
vandamálin. Það er einkennandi, að
þrátt fyrir allt það, sem ókunnugt
er enn, þá hafa rannsakendur höf-
uðverkjar náð feikilegum árangri
við lausn gátu, sem eitt sinn var
vonlaust að reyna að leysa.
Sex ára rannsóknir á sex ættarsamfélögum á Salómonseyjum hafa
leitt í ljós, að þetta frumstæða fólk er að heita má laust við háan
blóðþrýsting og hjartveiki, sem svo mjög þjáir þróuðu ríkin og hefur
orðið þar helzta dánarorsökin. Rannsóknirnar gerðu dr. Lot Page
frá Tuffs-háskóla og starfsmenn frá Harvard-háskóla og sjúkra-
húsi í Massachusetts. Mannfræðingur bjó meðal manna sérhvers
samfélagsins í 18—24 mánuði og gaf gaum að matarvenjum og lífs
venjum fólksins. Á eftir honum kom tólf manna sveit læknisfróðra
manna og gerði nákvæma rannsókn á hverjum einstaklingi fyrir sig.
„Líkamleg einkenni um næringarskort eða skort á eggjahvítu-
efnum fundist að heita má ekki,“ segir Page. „Engin merki finnast
um, að kolesterol aukist í líkamanum með aldrinum hjá neinum
eyjarskeggja í þrem samfélaganna."
Þrjú samfélaga þessara voru hins vegar talin „komin nokkuð á
veg“ til þróunar. Þau notuðu salt og lögðu niður til geymslu fisk
og kjöt, til viðbótar við sinn venjulega mat, ávexti og jarðaldin. En
með þessu, segir Page, urðu breytingar. Til dæmis jókst kolesterol
og blóðþrýstingur með árunum hjá þessu fólki, þótt það gerðist ekki
hjá hinum samfélögunum.
Fólk í þessum þremur samfélögum hafði tekið upp suma hætti
vestrænna manna í mataræði sínu. Dr. Page ályktar, að greinilegasta
einkennið, sem skilji þessi samfélög frá hinum, sé meiri notkun salts.
(Enterprise Science News).
Á sjálfsalanum stóð’ Þessi hefur útbúnað til að sparka í þá, sem
sparka í hann.