Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 69
TENNUR FYRIR KÍNVERSKA TÍGRISDÝRIÐ
67
skipulagt á austurjaðrinum, með
radartækjum og vopnum til að
mæta mögulegri kínverskri eld-
flauga árás.
BIÐSKÁK Á
KYRRAHAFSSVÆÐINU
„Kínverskir kjarnorku-tæknifræð
ingar eru með þeim bestu í heimi“,
segir John S. Foster Jr. aðstoðar-
varnarmálaráðherra, forstjóri verk-
fræðideildar rannsóknarstofnunar
varnarmálaráðuneytisins. En tækni
hlið iðnaðarins — járnbrautir,
skipasmíðar, flutningatæki o. þ. h.
— eru á lágu stigi. Rúmlega 95%
af tæknilegum grundvelli þeirra er
aðeins í meðallagi að gæðum og í
sumum tilfellum jafnvel á frum-
stigi. Yfirleitt er tæknikunnátta
Kínverja um 15 árum á eftir tækni
Japana og Japan, sem eyðir minna
en 1% af þjóðarframleiðslunni til
hervarna (á móti 9—10% Kínverja)
eykur stöðugt bilið.
Hóflaus mokstur Rauða-Kína á
fjárfestingarauði og kunnáttu til
hertækninnar, er á kostnað hins
lang-þjáða fjölda. Þrátt fyrir það
er afleiðing hins fátæklega efna-
hags takmörkun á hernaðarlegum
mætti þeirra. Það útilokar, um mörg
ókomin ár, líklega styrjöld milli
Bandaríkjanna og Kína.
Vissulega er núverandi hernaðar-
mætti gert að uppfylla hið skamm-
tíma takmark Maos, að gera Kína
að herra Asíu. Augljóst er þó að
aukning hernaðarmáttar þeirra,
þýðir að eyjurnar úti fyrir Kína-
ströndum, sem í aldarfjórðung hafa
veitt bandarískum herjum griðar-
stað og verið þeim hentugir sama-
staðir, er ekki hægt að taka sem
sjálfsagðan hlut lengur. Að lenda
hersveitum þar, til varnar banda-
manni, getur fljótlega orðið óhugs-
andi fyrir Bandaríkin.
Chou En-lai forsætisráðherra hef
ur gert það ljóst að Kína er á-
kveðið í því að USA gefi eftir
þessa fótfestu í Asíu og að því und-
anhaldi eigi ekki að fylgja endur-
hervæðing Japana. Ef Bandaríkin
láta undan kröfum Chous gæti það
orðið staðfesting á forustu Rauða-
Kína á Vestur-Kyrrahafi og Suð-
austur-Asíu. Hin einfalda niður-
staða á þessu öllu er það, að Kína
er ekki lengur „pappírs tígrisdýr“,
afllaust, sem gat að vísu af seiglu
varið sjálft sig, en hefur verið of
veikf til að fá vilja sinn út fyrir
sín eigin landamæri. Til viðbótar
langtímatakmarki Maos að aðstoða
„þriðja heiminn“ við heimsbylting-
una hefur nú bæst hinn aukni
tæknigrundvöllur sem nú hervæðir
Pekingstjórnina af nýtísku vopnum.
Feitlagnir hundaeigendur eiga sennilegast feitlagna hunda. Könn-
un, sem var gerð á dýraspítala í Grimsby leiddi í ljós, sem ekki kom
á óvart, að eti hundaeigandinn of mikið og hreyfi sig of lítið, þá
gildi það sama um hundinn hans. Meira en fjórðungur hunda þar
í borg reyndust vera of feitir.