Úrval - 01.10.1973, Síða 78
76
Áfengi í blóði
án vínneyzlu
HEILSUVERND
íHífívK’Tít* skeði nýlega í Sviss,
*r
*
*
*
Þ
að ökuraaður, sem hafði
ílS lent í árekstri, var tek-
* inn í blóðrannsókn;
^ hún leiddi í ljós, að í
blóði hans var áfengis-
magn, sem varðaði við lög, og fékk
hann strangan dóm. Maðurinn full-
yrti, að hann hefði alls ekki neytt
áfengis, og þar sem hann var vel
að sér í efnafræði, hafði hann grun
um, hverju það sætti, að áfengi
fannst í blóðinu. Hann fór fram á
það við lögregluna, að honum gæf-
ist kostur á að sanna sakleysi sitt,
og var fallizt á það.
Hann var nokkru síðar lagður inn
á sjúkrahús, og við komuna þang-
að var gerð nákvæm blóðrannsókn,
sem sýndi, að í blóðinu var ekkert
áfengi. Því næst borðaði hann góð-
an skammt af nýjum hindberjum,
eins og hann hafði gert rétt fyrir
bílslysið. í blóðsýnishorni, sem tek-
ið var úr manninum skömmu síð-
ar, fannst nú áfengi, álíka mikið
og eftir bílslysið. Skýringin á þess-
ari niðurstöðu var sú, að maðurinn
var haldinn meltingarsjúkdómi,
sem stafaði af truflunum á gerla-
gróðri í þörmum. Aðkomugerlarn-
ir, sem höfðu náð þar yfirhöndinni,
ollu gerjun í hindberjasafanum,
breyttu berjasykrinum í áfengi,
eins og gerist þegar vínber eða aðr-
ir ávextir gerjast, og það var þetta
áfengi, sem gekk inn í blóðið. Þessi
niðurstaða varð til þess, að maður-
inn var sýknaður, þar sem áfengis-
myndun í blóði með þessum hætti
varðar ekki við lög.
Nú skyldi enginn halda, að hægt
sé að fara þessa einföldu leið til
þess að fá sér neðan í því, eins og