Úrval - 01.10.1973, Page 79
ÁFENGI í BLÓÐI ÁN VÍNNEYZLU
77
það er kallað. Gerjun með þessum
hætti verður ekki nema undir á-
kveðnum skilyrðum, sem ekki er
hægt að sjá fyrir eða framkalla að
vild. Hins vegar er engum vafa
bundið, að áfengismyndun í þörm-
um er alls ekki sjaldgæf, og að
langvarandi meltingartruflanir geta
haft í för með sér svipuð einkenni
og áfengisneyzla. Þessar truflanir
eiga oft rót sína að rekja til notkun-
ar sýklalyfa, sem eyða eðlilegum
gerlagróðri í þörmum, þannig að
aðrir gerlar ná þar fótfestu, og er
þá jafnan miklum erfiðleikum bund
ið að færa þetta í samt lag. Og það
er ekki aðeins aldinsafi, sem getur
gerjazt af þessum sökum og breytzt
í áfengi, heldur líka venjulegur
sykur. Þannig geta menn verið að
staðaldri með áfengi í blóði, jafn-
vel stundum hálfdrukknir, og af
slíku ástandi leiðir oft skemmdir
á nýrum og lifur hjá fólki, sem hef-
ir aldrei sett áfengi inn fyrir sínar
varir. Það má því ljóst vera, að
meðal okkar eru á ferðinni lifandi
h'ruggverksmiðjur, vafalaust fleiri
en okkur grunar.
Dr. Charles H. Mayo, sem átti þátt í stofnun Mayostofnunarinnar,
sem rekur fræg sjúkrahús, bauð flokki lækna frá Evrópu, sem voru
í heimsókn í sjúkrahúsinu, að dveljast næturlangt á heimili hans.
Þegar þeir gengu til náða, lögðu þeir skóna sína fyrir utan svefn-
herbergi sin, svo að þeir yrðu pússaðir. Því höfðu þeir vanizt. Dr.
Mayo fór seinastur í háttinn, og hann tók eftir skónum.
Það var orðið of framorðið, til að hann gæti með góðu móti vakið'
upp þjónana, og honum fannst ómögulegt, að hann væri ekki gest-
risinn. Því safnaði læknirinn öllum skónum, bar þá niður stiga og
út í eldhús og var hálfa nóttina að pússa þá.
Edward Hoagland er kunnur fyrir dýralýsingar sínar. Hann skýr-
ir áhuga sinn á dýrum á eftirfarandi hátt:
„Á tímabili í bernsku minni stamaði ég svo mikið, að ég gat
helzt ekki talað. Ég átti þá marga hunda. Þegar ég var 18 ára, vann
ég í hringleikahúsi og annaðist villidýr. Ég vandist því að hætta
lífi mínu. Aðeins þó hjá þeim dýrum, sem mér fannst ég geta
treyst. Einu sinni klifraði ég inn í búr fjallaljóns og ljónynjan réðist
á mig og rak löppina framan í mig. En hún dró inn klærnar. Sumir
hlébarðarnir drógu höndina á mér inn í búrið með tönnunum, en
ekki svo fast, að mig kenndi til. Aðrir 18 ára strákar," segir hann,
„keyra bílunum eftir miðjum götunum í glannaskap.“