Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 79

Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 79
ÁFENGI í BLÓÐI ÁN VÍNNEYZLU 77 það er kallað. Gerjun með þessum hætti verður ekki nema undir á- kveðnum skilyrðum, sem ekki er hægt að sjá fyrir eða framkalla að vild. Hins vegar er engum vafa bundið, að áfengismyndun í þörm- um er alls ekki sjaldgæf, og að langvarandi meltingartruflanir geta haft í för með sér svipuð einkenni og áfengisneyzla. Þessar truflanir eiga oft rót sína að rekja til notkun- ar sýklalyfa, sem eyða eðlilegum gerlagróðri í þörmum, þannig að aðrir gerlar ná þar fótfestu, og er þá jafnan miklum erfiðleikum bund ið að færa þetta í samt lag. Og það er ekki aðeins aldinsafi, sem getur gerjazt af þessum sökum og breytzt í áfengi, heldur líka venjulegur sykur. Þannig geta menn verið að staðaldri með áfengi í blóði, jafn- vel stundum hálfdrukknir, og af slíku ástandi leiðir oft skemmdir á nýrum og lifur hjá fólki, sem hef- ir aldrei sett áfengi inn fyrir sínar varir. Það má því ljóst vera, að meðal okkar eru á ferðinni lifandi h'ruggverksmiðjur, vafalaust fleiri en okkur grunar. Dr. Charles H. Mayo, sem átti þátt í stofnun Mayostofnunarinnar, sem rekur fræg sjúkrahús, bauð flokki lækna frá Evrópu, sem voru í heimsókn í sjúkrahúsinu, að dveljast næturlangt á heimili hans. Þegar þeir gengu til náða, lögðu þeir skóna sína fyrir utan svefn- herbergi sin, svo að þeir yrðu pússaðir. Því höfðu þeir vanizt. Dr. Mayo fór seinastur í háttinn, og hann tók eftir skónum. Það var orðið of framorðið, til að hann gæti með góðu móti vakið' upp þjónana, og honum fannst ómögulegt, að hann væri ekki gest- risinn. Því safnaði læknirinn öllum skónum, bar þá niður stiga og út í eldhús og var hálfa nóttina að pússa þá. Edward Hoagland er kunnur fyrir dýralýsingar sínar. Hann skýr- ir áhuga sinn á dýrum á eftirfarandi hátt: „Á tímabili í bernsku minni stamaði ég svo mikið, að ég gat helzt ekki talað. Ég átti þá marga hunda. Þegar ég var 18 ára, vann ég í hringleikahúsi og annaðist villidýr. Ég vandist því að hætta lífi mínu. Aðeins þó hjá þeim dýrum, sem mér fannst ég geta treyst. Einu sinni klifraði ég inn í búr fjallaljóns og ljónynjan réðist á mig og rak löppina framan í mig. En hún dró inn klærnar. Sumir hlébarðarnir drógu höndina á mér inn í búrið með tönnunum, en ekki svo fast, að mig kenndi til. Aðrir 18 ára strákar," segir hann, „keyra bílunum eftir miðjum götunum í glannaskap.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.