Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 80
78
Paraffínolía
ekki hættulaus
HEILSUVERND
*****
*
>y.
si'.
M'.
v.\
' V_ v V \ V \V \ v
\ ,\ \.\V.\ \.\
araffínolía hefir lengi
verið notuð sem hægða-
lyf og er enn í dag. Hún
er unnin úr hrástein-
olíu og er gjörólík mat-
arolíum að efnasam-
setningu. Hún meltist ekki eins og
þær, heldur gengur niður eftir
þörmum með fæðumaukinu. Hún
kemur því í veg fyrir, að fæðu-
maukið þorni og harðni í ristlinum,
þannig að hægðir verða linar og
ganga greiðlega niður. Því miður
er paraffínolían langt frá því að
vera hættulaus, og hafa margir
læknar löngum haft illan bifur á
henni. í nýútkominni bók, sem
fjallar um tregar hægðir og er rit-
uð af enskum læknum, er rætt um
paraffínolíu, ásamt mörgum öðrum
hægðalyfjum, og segir þar m. a:
Það var enski læknirinn Sir Ar-
buthnot Lane, sem fyrstur notaði
paraffínolíu við hægðatregðu, og
var hún talin meinlaus með öllu.
Smámsaman hefir þó komið í ljós,
að margskonar óheppileg áhrif
fylgja henni, sum þeirra hættuleg,
og hefir því dregið mjög úr notkun
hennar, enda þótt mörg sjúkrahús
noti hana enn í stórum stíl. Helztu
annmarkar hennar eru þessir:
1. Hún veldur truflunum á melt-
ingu fæðunnar í meltingarveginum
og upptöku næringarefna inn í
blóðrásina. Árið 1949 var svo kom-
ið, að bannað var að blanda paraf-
fínolíu saman við matvæli, m. a.
vegna þess að hún tekur í sig fitu-
leysandi fjörefni eins og A-, D- og
E-fjörefni og flytur þau með sér út
úr líkamanum. Þá er talin hætta á,