Úrval - 01.10.1973, Side 81
PARAFFÍNOLÍA EKKI HÆTTULAUS
7ð
að hún hindri upptöku K-fjörefnis
í blóðið, en þetta fjörefni á þátt í
að viðhalda storknunarhæfileika
blóðsins, og stafar því af því blæð-
ingarhætta.
2. Paraffínolían vill renna út á
milli hringvöðva í meltingarvegin-
um, sem eiga að tempra framrennsli
fæðumauksins, og verða þeir þann-
ig að nokkru leyti óvirkir.. Þetta
nær einnig til hringvöðvanna við
endaþarmsopið, og rennur olían út
um það, veldur kláða og óhreinkar
fatnað.
3. Þá getur hún smitað á milli
sauma eftir aðgerðir í maga og
þörmum og tefur þá fyrir, að sárin
grói. Þetta getur jafnvel valdið því,
að fistill myndist, þ. e. a. s. að
gangur opnist út í gegnum kvið-
vegginn.
4. Paraffínolía hefur valdið æxlis
myndun í meltingarvegi, enda þótt.
þess séu fá dæmi.
5. Paraffínolían getur komizt of-
an í lungu og valdið þar lungna-
bólgu. Mest er hættan á því hjá
börnum og gamalmennum.
6. Alltaf gengur dálítið af paraf-
fínolíunni inn í blóðrásina og berst
með henni til ýmissa líffæra, svo
sem lifrar, miltis og eitla, auk þess
sem hún sezt fyrir í slímhúð melt-
ingarvegarins. Líkaminn meltir
hana ekki og skilur hana ekki úr
blóði eða vefjum, og getur þetta
leitt til myndunar hættulegra æxla.
Niðurstaða höfundar er sú, að
langvarandi notkun paraffínolíu sé
óþörf og skaðleg, og óréttlætanlegt
að nota hana nema þá um skamm-
an tíma, ef nauðsyn þykir til bera.
Einn af ráðunautum stjórnmálamanna í Washington minnist þess,
þegar hann hringdi til búgarðs Johnsons forseta í Texas. Hann
ætlaði að segja Johnson, sem þá var öldungardeildarþingmaður,
frá því, að mikilvægt frumvarp, sem hann hafði mælt með, hefði
verið fellt.
Frú Zephyr Wright, sem lengi var ráðskona á búgarðinum, svaraði
í símann.
„Ég segi honum ekki frá því,“ sagði hún, þegar hún hafði heyrt
málavexti. „Herra Johnson geðjast ekki að því að tapa.“
„Af hverju ekki? Hann er maður eins og aðrir?“ varð ráðgjaf-
anum að orði.
„Herra minn,“ sagði frú Wright. ,,Þú veizt, að hann er maður
eins og aðrir, og ég veit, að hann er maður eins og aðrir. En han«
veit það ekki. Og ég ætla mér ekki að verða fyrst til að segja honum
það.“
Svo skellti hún á.