Úrval - 01.10.1973, Page 82
80
Úr
hverju
dó
Mozart?
HEILSUVERND
*
*
*
*
Þ
ær sögur hafa löngum
gengið um marga fræga
menn, að þeir hafi haft
kynsjúkdóma, og það
stundum með réttu. Oft
hafa þó þessar sögu-
sagnir við engin rök að styðjast.
Þannig er óhætt að fullyrða, að eng-
inn fótur sé fyrir þeim útbreidda
orðrómi, að sárasótt (sýfilis) hafi
átt sök á heyrnarleysi Beethovens.
Þá hefir því verið haldið fram, að
Mozart hafi beðið bana af of stór-
um skömmtum kvikasilfurslyfja
gegn sárasótt. Fullvíst má telja, að
það sé einnig rangt.
Mozart fæddist árið 1756. Á
barnsaldri átti hann vanda til
slæmrar hálsbólgu. Átta ára gamall
fékk hann og systir hans taug'a-
veiki og 10 ára gamall tók hann
bólusótt. Vafalaust hafa erfið ferða-
lög víðsvegar um Evrópu á æsku-
árum hans haft slæm áhrif á heils-
una. Þó varð hann ekki alvarlega
veikur fyrr en í Vín árið 1784, 28
ára að aldri, og mun þar hafa verið
um nýrnasjukdóm að ræða. Um
þetta leyti og á næstu árum samdi
hann þó mörg af merkustu tónverk-
um sínum, svo sem tólf píanókon-
serta og „Brúðkaup Fígarós". Og
árið 1788 er talið, að hann hafi á
sex vikum samið þrjár af sinfóníum
sínum. Allan þann tíma stundaði
hann jafnframt þessu kennslustörf
og lék píanóhlutverk á tónleikum.
Er vafasamt, að nokkur listamaður
hafi afkastað eins miklu og eftir
hann liggur þau tíu ár, sem hann
bjó í Vín.
Á fimm ára tímabilinu frá 1783
til 1787 samdi hann tvær stórar óp-
erur og yfir 100 önnur tónverk, og