Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 86
84
ÚRVAL
og öðrum bæjum á Norður-írlandi,
en ástandið hefur síst batnað.
Breskar hersveitir eru að berjast
við gamlan óvin, hinn írska lýðveld
isher, IRA. Deilan: Skipting írlands.
Árið 1921, við endi baráttunnar
fyrir sjálfstæði frá Bretlandi, var
eyjunni skipt milli hinna 26 ka-
þólsku héraða í suðri, sem að lok-
um urðu að hinu írska lýðveldi, og
sex héraða í norðri, þar sem mót-
mælendur voru í miklum meiri-
hluta og kusu að vera áfram hluti
af Bretlandi.
En hinn ólöglegi IRA (hefur engin
opinber tengsl við írska lýðveldið)
ásamt mörgum kaþólikkum í báðum
hlutum írlands sem hafa aldrei sætt
sig við skiptinguna eru í dag að
reyna að breiða út svo mikla skelf-
ingu að Bretland neyðist til að sam-
þykkja þó ekki sé nema af þreytu,
að afhenda Ulster írska lýðveldinu.
KÚLUR HANDA BRETUNUM
Þetta ástand hófst tiltölulega frið-
samlega fyrir þrem árum, með bar-
áttu fyrir borgaralegum réttindum
af hálfu hinna hálfrar milljón ka-
þólikka á Norður-írlandi, sem kvört
uðu undan hinni löngu mismunun
í störfum, húsnæði og öðrum atrið-
um af hendi hinna milljón mótmæl-
enda. Mótmæla-göngufólk varð fyr-
ir árás öfgafullra mótmælenda.
Breskir hermenn voru sendir til
Belfast og Londonderry árið 1969
til að koma í veg fyrir fjöldamorð.
Undir þrýstingi frá bresku stjórn
inni, sem hafði á bak við sig reiðan
almenning í Bretlandi, gerði Ulster
— með tregðu þó — röð endurbóta
sem komu til móts við allar kröfur
kaþólikka. En kaþólskir stjórnmála
menn sem höfðu bragðað sætan sig-
ur í fyrsta sinn á ævi sinni, vildu
meira. Og það sem þýðingarmeira
var, IRA sem var að mestu gleymt,
skaut upp kollinum að nýju til að
gera sér mat úr órólegu ástandinu.
Margir beiskir kaþólikkar litu á
hinar ofsafullu aðferðir IRA sem
einu leiðina til að láta hinn alda-
gamla draum þeirra um sameinað
írland rætast.
í augum bresku hermannanna eru
skyldustörf þeirra í Ulster vonlaus
og vanþakklátt verkefni. Hópar ka-
þólikka í verkamannahverfum Bel-
fast og Londonderry jusu yfir þá
grjóti og stundum eldsprengjum. Að
undanskildum örfáum grimmdar-
legum hefndaraðgerðum sem til-
kynnt hafa verið, hefur yfirgnæf-
andi meirihluti bresku hersveitanna
haldið sig aðdáunarlega í skefjum
gegn stöðugri áreitni. Bretarnir
hafa fundið að IRA notfærir sér að
þeir eru undir ströngum skipunum
að svara ekki skotárás ef hætta er
á að hæfa saklaust fólk, með því að
skjóta á þá í skjóli mannsafnaðar.
í nokkrum tilfellum, þegar bresk-
ur hermaður hefur verið felldur af
leyniskyttum, hefur mannfjöldinn
fagnað og sungið „Einn fallinn,
fleiri koma á eftir“, þegar lík hans
hefur verið borið á brott af félögum
hans, grimmúðlegum á svip.
SÁÐKORN BEISKJUNNAR
Kaldhæðni örlaganna er þó það
að Bretland er ekki mótfallið, í
meginatriðum, sameiningu hinna
tveggja írsku landa. Bæði íhalds-
flokkurinn og Verkamannaflokkur-