Úrval - 01.10.1973, Side 91
BLÓ3UG ÞRÁSKÁK Á NORÐUR-ÍRLANDI
89
að mótmælendur hafa alltaf ráðið
öllu hér í norðurhlutanum og þeir
vilja halda því áfram.“
ÓVISS ÖRLÖG
Er nokkur lausn til á þjáningum
Norður-frlands?
Breskir herforingjar eru fyrstir
manna til að viðurkenna, að hern-
aðaraðferðir einar nægja ekki til
að sigra IRA, sem styðst við hluta
hins kaþólska samfélags. En IRA
talar ekki fyrir munn allra kaþól-
ikka. Þar eru hægfara öfl, þar á
meðal hið áhrifaríka kaþólska
klerkaveldi, sem er fylgjandi of-
beldislausri lausn á vandamálinu
sem inniber stjórnmálalegar grund-
vallarbreytingar sem eiga að gefa
kaþólikkum tækifæri til að taka
þátt að fullu í rekstri þjóðfélags-
ins.
Til lengdar getur sennilega, þrátt
fyrir allt, aldrei orðið raunveruleg-
ur friður í Ulster fyrr en það verður
sameinað lýðveldinu. Samruni verð-
ur að ske stig af stigi og af sannfær
inríu en ekki með valdi. Það liggur
lióst fyrir að ekki er hægt að leysa
hnút í einu vetfangi, sem stöðugt,
hefur verið strekktur fastar og fast
ar í 300 ár. Lýðveldið mun verða
að finna ráð til að koma til móts
við mikinn, voldugan og óeirðasam-
an minnihluta mótmælenda í landi
þar sem 95% íbúanna er kaþólskur.
Það hljóta að vera ótöluleg vanda-
mál og sennilega meiri blóðsúthell-
ingar. Þrátt fyrir það binda nokkr-
ir hlekkir hina tvo hluta írlands
saman, svo sem járnbrautir, orka,
framræslukerfi, fiskiðnaður og
ferðamannaþjónusta. Gjaldeyrir
þeirra er gjaldgengur báðum megin
landamæranna. Leikmenn frá Ulst-
er og írska lýðveldinu fylla hið al-
írska landslið í rúgby. Þegar þetta
landslið leikur við lið Englands,
sameinast mótmælendur og kaþól-
ikkar í að hvetja lið hins kæra,
gamla írlands.
Á meðan mótmælendur halda því
reiðilega fram að þeir séu breskir
eru þeir í raun í hjarta sínu írskari
en þeir vilja vera láta og örlög
þeirra verða að lokum ekki samofin
London, heldur hinum hluta eyj-
unnar, þar sem forfeður þeirra hafa
lengst af búið. í dag er bjartsýnis-
manni á Norður-írlandi lýst sem
manni er finnst að morgundagurinn
þurfi ekki endilega að verða „hörmu
legur“ heldur aðeins „óöruggur".
Þessháttar bjartsýni lofar kannski
ekki miklu, en það er þó byrjunin.
Nathaniel Benchley skrifaði nýlega bók um Danmörku í tíð ann-
arrar heimsstyrjaldarinnar, og hann segir frá því, hvernig Danir
tóku að sér að annast hús Gyðinga, sem voru fluttir burt nauðugir.
Jafnvel gaðar Gyðinganna voru hirtir. Þegar þeir sneru aftur, sem
lifðu í stríðslok, fundu Gyðingarnir heimili sín í góðu lagi og blómum
fyllt herbergi.