Úrval - 01.10.1973, Side 95

Úrval - 01.10.1973, Side 95
SLYSIÐ 93 V \!/\T/ \y vT/ H 5K ík y/. /I\ >y. >1'. úsið nr. 9 við 3. stræti í þorpinu Congers í New Yorkfylki er snyrtilegt timburhús. í því búa hjónin Edward og Joan Fitzgerald ásamt börn- um sínum sjö og aldraðri móður Edwards. Að morgni þ. 24. marz árið 1972 gekk allt sinn vanagang á heimilinu. Þegar klukkuna vantaði 10 mínútur í átta, var Joan að bursta hárið á sex ára gamalli dótt- ur sinni við eldhúsborðið. Eldri syst kinin, þrjú talsins, höfðu sjálf hugs að fyrir morgunverði handa sér og voru nú farin af stað í skólann. Nú var Joan stödd niðri og var að gefa yngri systkinunum að borða og koma þeim af stað í skólann. Það var samt eitt óvenjulegt við eldhúsið þennan morgunn. Á upp- þvottabrettinu við hliðina á vaskin- um lá hrúga af „gervisárum“ úr plasti, sem Joan hafði þvegið kvöld- ið áður, en hún ætlaði að ganga frá þeim í kassa þennan dag. Þar var um að ræða eftirlíkingar af alls kon ar sárum, eftir byssukúlur og hnífs- stungur, brunasárum, afrifusárum og alls konar smásárum. Þau voru gerð úr plasti og voru í sterkum, eðlilegum litum. Það leit einna helzt út fyrir, að það hefði farið fram skoðun á illa útleiknum líkum í eld húsi Fitzgeraldhjónanna kvöldið áð- Joan kenndi hjálp í viðlögum, enda hafði hún lengi verið meðlim- ur Sjálfboðasjúkrabílaliðsins í Con- gers. Kvöldið áður hafði hún einmitt stjórnað slysaæfingu hjá liðinu. Hún hafði límt gervisárin á sjálf- boðaliða, sem léku slasað fólk. Þeir höfðu komið sér fyrir í ýmsum legu stellingum á hinum ímyndaða slys- stað. Svo hafði hún sent liðsmenn þeim til hjálpar, og skyldu þeir rannsaka meiðsli þeirra og veita þeim viðeigandi hjálp í viðlögum eftir tegund „gervisáranna“. Joan varð hugsað til þessarar slysaæfingar, á meðan hún greiddi hár dóttur sinnar. Auðvitað höfðu orðið nokkur mistök á æfingunni, t. d. hvað snerti Stephen Ward, 16 ára ungling, sem hafði leikið pilt, sem hafði fengið skotsár. Björgun- arliðsmennirnir höfðu fundið sárið á brjósti hans, greint tegund þess réttilega og veitt honum viðeigandi meðhöndlun. En þeir höfðu ekki komið auga á sárið á baki hans, þ. e. þar sem „kúlan“ hafði farið út og því látið það eiga sig. „Mér þyk- ir það leitt, Stevie," hafði Joan sagt við hann í gamni, „en þú ert því miður dauður.“ Hugur hennar dvaldi við æfing- una, og kannske var það ástæðan fyrir því, að henni láðist að gera dálítið, sem hún gerði alltaf á hverj um morgni. Klukkan 7.55 kvað við skerandi aðvörunarmerki diesel- eimreiðarinnar. Þetta skerandi hljóð kom henni alltaf til þess að líta út um gluggann í áttina til stað- ar í um 70 metra fjarlægð, þar sem járnbrautarteinar Penn Central- brautarinnar skáru Gilchrestveginn. En af einhverjum ástæðum láðist henni að líta þangað þennan morg- un. Nokkrum sekúndum síðar heyrð- ist svo annað hljóð. Það var daufur dynkur, og henni dat í hug, að 10 ára gamall sonur þeirra, John að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.