Úrval - 01.10.1973, Side 95
SLYSIÐ
93
V \!/\T/ \y vT/
H
5K
ík
y/.
/I\
>y.
>1'.
úsið nr. 9 við 3. stræti í
þorpinu Congers í New
Yorkfylki er snyrtilegt
timburhús. í því búa
hjónin Edward og Joan
Fitzgerald ásamt börn-
um sínum sjö og aldraðri móður
Edwards. Að morgni þ. 24. marz
árið 1972 gekk allt sinn vanagang
á heimilinu. Þegar klukkuna vantaði
10 mínútur í átta, var Joan að
bursta hárið á sex ára gamalli dótt-
ur sinni við eldhúsborðið. Eldri syst
kinin, þrjú talsins, höfðu sjálf hugs
að fyrir morgunverði handa sér og
voru nú farin af stað í skólann. Nú
var Joan stödd niðri og var að gefa
yngri systkinunum að borða og
koma þeim af stað í skólann.
Það var samt eitt óvenjulegt við
eldhúsið þennan morgunn. Á upp-
þvottabrettinu við hliðina á vaskin-
um lá hrúga af „gervisárum“ úr
plasti, sem Joan hafði þvegið kvöld-
ið áður, en hún ætlaði að ganga frá
þeim í kassa þennan dag. Þar var
um að ræða eftirlíkingar af alls kon
ar sárum, eftir byssukúlur og hnífs-
stungur, brunasárum, afrifusárum
og alls konar smásárum. Þau voru
gerð úr plasti og voru í sterkum,
eðlilegum litum. Það leit einna helzt
út fyrir, að það hefði farið fram
skoðun á illa útleiknum líkum í eld
húsi Fitzgeraldhjónanna kvöldið áð-
Joan kenndi hjálp í viðlögum,
enda hafði hún lengi verið meðlim-
ur Sjálfboðasjúkrabílaliðsins í Con-
gers. Kvöldið áður hafði hún einmitt
stjórnað slysaæfingu hjá liðinu.
Hún hafði límt gervisárin á sjálf-
boðaliða, sem léku slasað fólk. Þeir
höfðu komið sér fyrir í ýmsum legu
stellingum á hinum ímyndaða slys-
stað. Svo hafði hún sent liðsmenn
þeim til hjálpar, og skyldu þeir
rannsaka meiðsli þeirra og veita
þeim viðeigandi hjálp í viðlögum
eftir tegund „gervisáranna“.
Joan varð hugsað til þessarar
slysaæfingar, á meðan hún greiddi
hár dóttur sinnar. Auðvitað höfðu
orðið nokkur mistök á æfingunni,
t. d. hvað snerti Stephen Ward, 16
ára ungling, sem hafði leikið pilt,
sem hafði fengið skotsár. Björgun-
arliðsmennirnir höfðu fundið sárið
á brjósti hans, greint tegund þess
réttilega og veitt honum viðeigandi
meðhöndlun. En þeir höfðu ekki
komið auga á sárið á baki hans, þ.
e. þar sem „kúlan“ hafði farið út
og því látið það eiga sig. „Mér þyk-
ir það leitt, Stevie," hafði Joan
sagt við hann í gamni, „en þú ert
því miður dauður.“
Hugur hennar dvaldi við æfing-
una, og kannske var það ástæðan
fyrir því, að henni láðist að gera
dálítið, sem hún gerði alltaf á hverj
um morgni. Klukkan 7.55 kvað við
skerandi aðvörunarmerki diesel-
eimreiðarinnar. Þetta skerandi
hljóð kom henni alltaf til þess að
líta út um gluggann í áttina til stað-
ar í um 70 metra fjarlægð, þar sem
járnbrautarteinar Penn Central-
brautarinnar skáru Gilchrestveginn.
En af einhverjum ástæðum láðist
henni að líta þangað þennan morg-
un.
Nokkrum sekúndum síðar heyrð-
ist svo annað hljóð. Það var daufur
dynkur, og henni dat í hug, að 10
ára gamall sonur þeirra, John að