Úrval - 01.10.1973, Page 96

Úrval - 01.10.1973, Page 96
94 TJRVAL nafni, hefði kannske dottið fram úr rúmi sínu. Hún lagði hárburstann frá sér og lagði af stað í áttina til stigans. En rétt í því sá hún John birtast í eldhúsdyrunum. Hann var náfölur í framan. Augu hans voru galopin og lýstu ótta og skelfingu. Hann sagði: „Það var járnbrautar- lest að rekast á skólavagninn rétt áðan“. Hún sneri sér við og leit út um gluggann. Og sú sýn, sem við henni blasti, var slík, að hún riðaði við. Það var sem hún hefði fengið bylmingshögg í magann, og hún tók andköf. Hún gat aðeins hvíslað þess um orðum hásum rómi: „Ó, Guð minn góður“. SKÓLABÖRNIN SÓTT Joseph Larkin var slökkviliðs- maður í New Yorkborg, 35 ára að aldri. Hann bjó í Rocklandhreppi og sótti þaðan vinnu til New York- borgar. Hann hafði uppgötvað hinn nakta raunveruleika búsetunnar í úthverfum stórborgarinnar. Það var næstum algerlega ómögulegt að láta laun slökkviliðsmanns nægja fyrir sæmilegum mat, fötum og hús- næði handa fjögurra manna fjöl- skyldu. Hann varð að útvega sér aukastarf. Og haustið 1969 hafði hann svo byrjað að aka skólavagni auk aðalstarfs síns. Hann ók börnun um til þorpsins Nyack, en þar var gagnfræðaskóli héraðsins. Þennan morgun, sem hafði byrjað á svo ósköp venjulegan hátt á heim- ili Fitzgeraldfjölskyldunnar, ók Larkin af stað að heiman og hélt í áttina til skólavagnabílastæðisins í Cingers. Hann steig upp í stóra, gula skólavagninn, sem var nr. 596, prófaði hemlana og rauðu aðvör- unarblikkljósin, sem voru á vagn- inum, og lagði síðan af stað til Vall- ey Cottage, en þangað átti hann að sækja gagnfræðaskólanemendur. Nokkrum mínútum síðar var hann lagður af stað í gegnum bæ- inn. Hann stanzaði á fyrirfram á- kveðnum stöðum og hleypti hópum nemenda upp í vagninn. Þetta var indælt hverfi með snotrum húsum. Á horninu á Gatewaystræti og Russ etstræti stóð Barbara Trunz. Hún hafði nýlega verið prófuð fyrir að- alhlutverkið í skólaleikritinu, og það átti einmitt að tilkynna síðdegis þennan dag, hver hefði hlotið hnoss ið. Það var einhver fiðringur innra með henni, og hún hafði ekki haft lyst á neinum morgunverði. Henni hafði með naumindum tekizt að koma niður einu glasi af appelsínu- safa, Móðir hennar, sem var fyrr- verandi sjónvarpsleikkona, skildi vel, hvernig henni var innanbrjósts. Hún kvaddi Barböru við útidyrnar og kallaði á eftir henni: „Hertu nú upp hugann.“ Barbara steig upp í skólavagninn, gekk aftur eftir honum og fékk sér síðan sæti við milliganginn í þriðju öftustu sætaröðinni. Einn af þeim nemendum, sem kom næst upp í, var Stephen Ward. Hann var einkabarn foreldra sinna. Hann var hæglátur piltur. Þetta sama ár hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að hann langaði til þess að hefja nám við liðsforingjaskól- ann í West Point, sem er við Huds- onfljótið, um 25 mílum norðan við heimili hans. Hann skrifaði Agnew varaforseta og öldungardeildar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.