Úrval - 01.10.1973, Side 97
SLYSIÐ
95
Göturnar, sem koma við sögu.
þingmönnunum tveim frá New
Yorkfylki nokkur bréf og bað þá
um að styðja inntökubeiðni hans.
Og hann fór að leggja meiri stund
á nám sitt og reyna að bæta eink-
unnirnar af mikilli kostgæfni. Áður
hafði hann verið alveg á mörkun-
um í stærðfræði, en nú fóru eink-
unnir hans að hækka, og þetta síð-
asta námstímabil hafði hann haft
9,2 í meðaleinkunn. Hann steig upp
í vagninn og fékk sér sæti við
gluggann hægra megin í sjöttu sæta
röðinni.
Macaylobræðurnir, Clifford, sem
var 14 ára, og Richard, sem var 18,
stigu upp í vagninn rétt á eftir
Stephen. Clifford settist í sæti
framan til í vagninum, en eldri bróð
ir hans hélt aftur eftir vagninum
og settist í autt sæti við hliðina á
Stephen Ward. Stephen hafði sagt
Richard frá löngun sinni til þess að
komast í liðsforingjaskólann í Wes:
Point. Sumir vina hans kynnu að
hlæja að þeirri löngun, en því var
ekki þannig farið með Richard, sem
skaraði fram úr í námi. Nú fór
Stephen að segja Richard frá c-
heppni sinni kvöldið áður, þega"
hann hafði fengið „dauðaskot“ á
viðlagahjálparæfingunni.
Á næsta biðstað komu Mauterer-
bræðurnir upp í vagninn, David,
sem var 16 ára, og Robert, sem var
14. David settist framarlega, en
yngri bróðir hans gekk aftur eftir
vagninum og fann aut sæti í miðj-
um vagninum, beint fyrir framan
þá Stephen Ward og Richard Ma-
caylo og beint á móti James Mv-
Guinnes, sem hann dáði mjög.
„Muggsy" McGuinnes var ein af
knattspyrnuhetjum skólans og einn
ig með þeim betri í lacrosse og
hockey. Hann var þrekvaxinn pilt-
ur, ekki íþróttamannsefni frá nátt-
úrunnar hendi, heldur hafði honum
tekizt að ná þetta langt vegna síns
mikla áhuga og ósérhlífni. „Muggsy
lítur út eins og gangandi klumpur,“
sagði einn af íþróttakennurunum,
„en framlag hans er alltaf 100%.“
Þegar Teresa McNeely steig upp
í vagninn, gekk hún aftur eftir hon-
um endilöngum og tók sér þar
stöðu við sætið, sem Barbara Trunz