Úrval - 01.10.1973, Page 97

Úrval - 01.10.1973, Page 97
SLYSIÐ 95 Göturnar, sem koma við sögu. þingmönnunum tveim frá New Yorkfylki nokkur bréf og bað þá um að styðja inntökubeiðni hans. Og hann fór að leggja meiri stund á nám sitt og reyna að bæta eink- unnirnar af mikilli kostgæfni. Áður hafði hann verið alveg á mörkun- um í stærðfræði, en nú fóru eink- unnir hans að hækka, og þetta síð- asta námstímabil hafði hann haft 9,2 í meðaleinkunn. Hann steig upp í vagninn og fékk sér sæti við gluggann hægra megin í sjöttu sæta röðinni. Macaylobræðurnir, Clifford, sem var 14 ára, og Richard, sem var 18, stigu upp í vagninn rétt á eftir Stephen. Clifford settist í sæti framan til í vagninum, en eldri bróð ir hans hélt aftur eftir vagninum og settist í autt sæti við hliðina á Stephen Ward. Stephen hafði sagt Richard frá löngun sinni til þess að komast í liðsforingjaskólann í Wes: Point. Sumir vina hans kynnu að hlæja að þeirri löngun, en því var ekki þannig farið með Richard, sem skaraði fram úr í námi. Nú fór Stephen að segja Richard frá c- heppni sinni kvöldið áður, þega" hann hafði fengið „dauðaskot“ á viðlagahjálparæfingunni. Á næsta biðstað komu Mauterer- bræðurnir upp í vagninn, David, sem var 16 ára, og Robert, sem var 14. David settist framarlega, en yngri bróðir hans gekk aftur eftir vagninum og fann aut sæti í miðj- um vagninum, beint fyrir framan þá Stephen Ward og Richard Ma- caylo og beint á móti James Mv- Guinnes, sem hann dáði mjög. „Muggsy" McGuinnes var ein af knattspyrnuhetjum skólans og einn ig með þeim betri í lacrosse og hockey. Hann var þrekvaxinn pilt- ur, ekki íþróttamannsefni frá nátt- úrunnar hendi, heldur hafði honum tekizt að ná þetta langt vegna síns mikla áhuga og ósérhlífni. „Muggsy lítur út eins og gangandi klumpur,“ sagði einn af íþróttakennurunum, „en framlag hans er alltaf 100%.“ Þegar Teresa McNeely steig upp í vagninn, gekk hún aftur eftir hon- um endilöngum og tók sér þar stöðu við sætið, sem Barbara Trunz
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.