Úrval - 01.10.1973, Page 98
96
ÚRVAL
sat í. Hana langaði til þess að tala
við vinkonu sína, en einnig til þess
að sýna nýjar síðbuxur, sem hún
var í.
Móðir Teresu og stjúpfaðir, Alice
og Tom Martin, voru mjög gamal-
dags, hvað snerti hugmyndir um til
hlýðilegan klæðnað. Og þrátt fyrir
mótmæli Teresu snerust þau önd-
verð gegn því, að hún gengi í galla-
buxum eða öðrum síðbuxum í
skólann nema þá í köldu veðri.
Alice Martin var hjúkrunarkona og
starfaði við Nyacksjúkrahúsið þar í
grenndinni. Og þegar hún var að
búa sig undir að fara í vinnuna
þennan morgun, hafði hún komið
auga á Teresu, þegar hún gekk fram
ganginn, klædd í síðbuxur. Hún
ætlaði að fara að kalla í dóttur sína
og segja henni að hafa fataskipti, en
þá varð henni litið á klukkuna, og
hún gerði sér grein fyrir því, að
þá mundi Teresa missa af vagnin-
um. Hún velti því fyrir sér, hvað
gera skyldi, og gerði svo ekki neitt
í málinu, en ákvað að tala við Ter-
esu um það síðar.
Larkin bílstjóri ók vagninum í
gegnum bæinn Valley Cottage og
hélt áfram að hleypa nemendum
upp í þangað til vagninn var orðinn
troðfullur. í honum voru samtals
48 farþegar, 31 piltur og 17 stúlku1',
og höfðu 7 þeirra ekkert sæti.
Þau lögðu af stað niður eftir Gil-
chrestvegi og áttu nú eftir stutta
leið til gagnfræðaskólans í Nyack.
Venjulega fór vagninn ekki þecra
leið, en það var verið að vinna að
holræsagerð við götur, sem hann
fór venjulega um, og því hafði bíi-
stjórinn orðið að taka á sig krók
síðustu dagana. Vegi þessum hall-
aði aflíðandi niður að teinum Penn
Central-járnbrautarlínunnar. Þa:.
var ekkert hlið þar sem vegurinn
og teinarnir mættust, enginn varö-
maður, engin rafaðvörunarljós, i.c
klukka, aðeins vegamerki með hiv.
um venjulegu áletrunum X og Eii>
og fyrir ofan þær var átthyrm
merki með áletruninni STANJá.
Fyrir sunnan vegamótin var trjá-
þyrping, sem byrgði að nokkru fyr-
ir útsýnið, en þennan dag í marz
voru trén enn blaðlaus. Og á miiii
nakinna greinanna gátu nokkrir
nemendur séð, að lest var að náig-
ast.
AÐVÖRUNARMERKI
Vagnar Penn Central-járnbraut-
arlestar nr. 2653 höfðu verið tengd-
ir saman á tengingarsvæðinu í Wee-
hawken í New Jerseyfylki nóttina
á undan. í henni voru þrjár risa-
stórar dieseleimreiðar og 73 vöiu-
flutningavagnar. Lestarstarfsmenn-
irnir komu þangað klukkan 5 um
morguninn, framkvæmdu venjulegt
hemlaeftirlit og lögðu síðan af stað
með lestina til North Bergen, en
þar var bætt við hana 10 vöruflu'.n-
ingavögnum.
Það gerðist ekkert sérstakt á lei
inni norður eftir, þangað til þei"
komu að eftirlitsmerkjastað nr. 22
í West Nyack. Þar tóku þeir eftir
merkjagalla. Ljósið skipti stöðugt
frá gulu yfir í grænt og svo aftur
yfir í gult. Lestin var stöðvuð, o®
Charles Carpenter eimreiðarstjóri,
hafði talstöðvarsamband við járn-
brautarskrifstofuna í New York-
borg og tilkynnti þeim bilunir.a.