Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 100

Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 100
98 ÚRVAL hjólin snerust ekki lengur. Það kvað við óskaplegt ískur, þegar hjól in hættu að snúast, og svo heyrðust miklir skellir, þegar vagnarnir tóku að skella hver á öðrum. En það var ekki hægt að stöðva þetta 4000 tonna ferlíki tafarlaust. Og því hentist lestin enn áfram. Fremsta, stóra eimreiðin var nú komin á móts við vegamótin. Gray kyndari var sem lamaður af hryllingi þeim, sem gagntók hann. Hann starði lémagna á skólavagn- inn, sem kom beint að vegamótun- um á sama augnabliki. í huga hans verður ætíð greipt mynd af röð af unglingaandlitum á bak við glugga skólavagnsins. Sumir voru æpandi af hryllingi, en aðrir báru hendurn- ar fyrir andlitið í vanmáttugri von um að verja sig að einhverju leyti gegn ófreskjunni, sem beið þeirra þarna framundan. „MISSIÐ EKKI STJÓRN Á YKK- UR! MISSIÐ EKKI STJÓRN Á YKKUR!“ Eimreiðin skall á vagninum rétt fyrir aftan miðju hans af slíku afli og með þvílíkum hávaða, að það var sem sprengja væri að springa. Eimreiðin skar aftari hluta vagns- ins af nálægt vegamótunum, eins og þar væru risavaxnar klippur að verki, og slengdi honum upp á fremri enda vagnsins. Við það köst- uðust farþegar og sæti víðs vegar um veginn. Framendi vagnsins, þ. e. frá 6. sætaröð og fram úr, þjapp- aðist saman við höggið og vafðist utan um framenda eimreiðarinnar, eins og þar væri um þunnan málm- pappír að ræða. Og þannig ýtti eim- reiðin sundurtættum vagninum um 300 m. fram eftir teinunum og reif hann og bögglaði enn verr á þeirri leið. Vagninn líktist nú helzt hrúgu af járnarusli. Meðfram allri þessari 300 metra löngu leið gat að líta limlesta lík- ama farþeganna, sem kastazt höfðu út úr vagninum á leiðinni. Og það var eins og skollið hefði á furðu- legt él, þegar þúsundir bréfsnepla þyrluðust um loftið. Þetta voru sneplar úr sundurtættum skólabók- um, stílabókum og minnisbókum, heimavinna, sem aldrei yrði gefin nein einkunn fyrir. Og þessi skæða- drífa féll síðan mjúklega yfir lík- amana. Loks stanzaði lestin alveg, og síðan varð alger þögn. í eldhús- glugga húss eins nálægt slysstaðn- um gat að líta þrjú náföl andlit. Joan Fitzgerald stóð þar með tvö börn sín, John, sem var 10 ára, og Eileen, sem var 6 ára. Hún hélt ut- an um þau, en hún gat samt ekki verndað þau gegn hryllingi þeirrar sýnar, sem við augum þeirra blasti. „Skólavagninn stanzaði ekki,“ endurtók John hvað eftir annað. „Skólavagninn stanzaði ekki.“ Slysaæfingin, sem Joan hafði stjórnað kvöldið áður, virtist í litl- um tengslum við raunveruleikann, sem blasti nú við augum hennar. Gervisárin á þvottabrettinu við vaskinn höfðu ekki vakið hjá henni eins sára kennd um getuleysi og reiði og greip hana nú. Hvernig gat slíkur hryllilegur atburður gerzt? Hún þaut að símanum og hringdi í lögregluna. „Það var lest að rek- ast á skólavagn við Gilchrestvega- mótin!“ æpti hún í símann. „Við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.