Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 101

Úrval - 01.10.1973, Blaðsíða 101
SLYSIÐ 99 þurfum sjúkrabíla, marga sjúkra- bíla, og einnig slökkviliðið.“ Svo færði hún sig í kápu í flýti, greip tösku með hjúkrunargögnum, sem notuð voru við hjálp í viðlög- um, og þaut út úr húsinu. Henni fannst sem fæturnir væru úr blýi. Hún hljóp eins hratt og hún gat, en samt virtist henni sem hún mjakað- ist varla úr sporunum. Að lokum kom hún að vegamót- unum, þar sem aftari endi skóla- vagnsins lá. 21 barn hafði verið í þeim hluta vagnsins, og tvö þeirra lágu þarna við fætur hennar. Piltur og stúlka gengu í sífellu hringi þarna rétt hjá. Andlit þeirra voru svipbrigðalaus. Þau voru annars hug ar og virtust varla vita, hvað var að gerast kringum þau. „Setjist niður,“ sagði Joan við þau. „Setjizt niður, og hreyfið ykk- ur ekki, fyrr en ég hef tíma til að sinna ykkur!“ Unglingarnir hlýddu þessari fyrirskipun hennar. Vandinn var fólginn í því að á- kveða, hverjum skyldi sinna fyrst. Hvaða börn þörfnuðust tafarlausrar umönnunar? Hvaða börn gátu beðið svolítið, án þess að lífi þeirra væri þannig stefnt í hættu? Hún kom að dreng, sem hafði kastazt út úr vagn inum af slíku afli og með slíkum hraða, að höfuð hans var grafið til hálfs í sverðinum. Hún lagðist á hnén og krafsaði moldina burt frá vitum hans, svo að hann ætti auð- veldara með öndun. Hún þreifaði á slagæðinni á hálsi hans og fann að hún sló eðlilega. Hann gat því beðið. Nálægt honum lá drengur einn endilangur. Annar fótur hans hafði tætzt af rétt fyrir neðan hnéð. Hún skjögraði til hans. Þegar hún kom að honum, sá hún, að fóturinn var að vísu snúinn aftur á bak á hrylli- legan hátt og tættir beinendar stóðu út, en samt hékk neðri hluti fótarins við fótlegginn með hjálp nokkurra vöðva og sina. Hún batt um hann til þess að koma í veg fyr- ir, að hann missti of mikið blóð eða blóðrynni alveg. Meðan Joan fór þannig um frá einu barninu til annars, fannst henni sem hún væri að horfa á kvik mynd, sem hafði verið skeytt illa saman, þannig að aðeins væri brugð ið upp sundurslitnum atriðum í skyndi á sýningartjaldinu. Skyndi- lega birtist lögregluþjónn á milli tveggja vöruflutningavagna. Þegar hann sá valinn, varð hann náfölur. Hann hrópaði út í bláinn hásum rómi: „Missið ekki stjórn á ykkur! Missið ekki stjórn á ykkur!“ William Muccio sorpbílstjóri, sem hafði stöðvað bíl sinn hinum megin teinanna og beðið þess, að lestin færi fram hjá, kom nú til Joan. Tár- in streymdu niður kinnar hans. „Hvað get ég gert?“ spurði hann bænarrómi. „Hvað get ég gert?“ Svo kom hún auga á tvo vel- klædda menn, sem komu hlaupandi í áttina til hennar. „Breiðið frakk- ana ykkar yfir einhver af börnun- um!“ hrópaði hún til þeirra. Þeir hlýddu tafarlaust. Eiginmaður Joan kom á vettvang í þessum svifum. Og mennirnir allir tóku til við að hjálpa Joan. Nú mátti heyra neyðarflautur nokkurra sjúkrabíla, sem ekið var upp eftir Gilchrestvegi úr austri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.