Úrval - 01.10.1973, Qupperneq 103
SLYSIÐ
101
tók þessi hryllingur óskaplega á
hann. Hann sagði: „Ég á sjálfur sjö
börn, og það var eins og það væru
þau, sem lægju þarna meðfram tein
unum. Ég varð að beita mig hörðu,
svo að ég færi ekki að gráta.“
Eftir að sjúkrabíllinn frá Con-
gers kom á vettvang og Joan Fitz-
gerald hafði gert það, sem hún gat
fyrir börnin, sem lágu meðfram tein
unum, gekk hún að framenda eim-
reiðarinnar, en framendi skóla-
vagnsins var enn vafinn utan um
framenda eimreiðarinnar eins og
málmpappír. Joseph Larkin sat í
sæti eimreiðarstjórans. Það var eins
og hann væri í öðrum heimi. Hann
tautaði öðru hverju samhengislaus
orð og setningar. Enn hafði enginn
komið honum til aðstoðar. Öðru
hverju spurði hann: „Meiddist ein-
hver?“ Enginn svaraði honum.
Við athugun kom í ljós, að hann
hafði hlotið mænumeiðsl og því var
sóttur „mænubekkur" í einn af
sjúkrabílunum. Larkin var alveg
máttlaus, og var honum lyft varlega
niður úr sætinu og hann síðan lagð-
ur á bekkinn. Síðan var hann fest-
ur við hann með ólum og borinn að
einum sjúkrabílnum.
En nú varð björgunarfólkið að
horfast í augu við enn eina hryllli-
lega staðreynd. Það kom auga á lík
ama drengs, sem var klemmdur á
milli framenda skólavagnsins og
framenda eimreiðarinnar. Það var
aldrei hægt að fá skýringu á því,
hvernig það hafði getað gerzt, að
hann skyldi hafa henzt úr vagnin-
um við áreksturinn og kastazt niff-
ur á milli vagnsins og eimreiðar-
innar. Einn að meðlimum sjúkrabíla
liðsins klöngraðist upp á rifrildið
af vagninum og tókst að komast svo
nálægt drengnum, að hann gat
snert hann.
„Hann er lifandi. Hann er lif-
andi!“ hrópaði hann.
Hvað var hægt að gera? Það var
ógerlegt fyrir mennina að losa um
sundurtættar og beiglaðar leifar
vagnhlutans. Og ekki mátti nota
logsuðutæki, því að það gæti kveikt
í bensíninu, sem hellzt hafði niður
og sletzt út um allt. En líkt og fyrir
kraftaverk kom dráttarvél að í
þessu. Stálvír var strengdur á milli
hennar og vagnhlutans, og dráttar-
vélin togaði og togaði. Það strengd-
ist á vírnum. Það ískraði í saman-
beigluðu og undnu stálinu í vagn-
hlutanum. Að lokum losnaði það
með háværu ískri. Og björgunar-
menn tóku að skríða inn í opin,
sem myndazt höfðu. Þeir fundu þá
ekki aðeins einn dreng, heldur tvo!
Þeir losuðu þá varlega og báru þá
mjúklega inn í sjúkrabíla og óku
með þá til sjúkrahússins í miklum
flýti. Þeir lifðu þetta báðir af.
Klukkan 9.15 var búið að flytja
síðasta slasaða unglinginn í sjúkra-
hús. En það voru ennþá tvö lík und-
ir lestinni. Lestin hafði ekið yfir
íþróttamanninn frækna, James Mc-
Guinnes, og námsmanninn snjalla,
Richard Macaylo. Dr. Zugibe og að-
stoðarmaður hans náðu þeim undan
lestinni og fluttu líkin burt til
skoðunar. Þriðji pilturinn, Robert
Mauterer að nafni var látinn, þegar
komið var með hann til sjúkrahúss-
ins. Nú voru þrír látnir.
Dr. Zugibe og Joan Fitzgerald
höfðu nú lokið störfum sínum í bili