Úrval - 01.10.1973, Síða 105
SLYSIÐ
103
tökuherbergjunum, sem voru átta
talsins.
Klukkan 8.30 komu fyrstu slös-
uðu nemendurnir til sjúkrahússins.
Hver þeirra fékk sprautu gegn stíf-
krampa við komuna til sjúkrahúss-
ins og tekið var af þeim blóðsýnis-
horn, ef þörf kynni að vera á blóð-
gjöf. Síðan framkvæmdi dr. Sperl-
ing byrjunarskoðun á þeim og
greindi meiðslin, áður en hann
sendi þá í röntgenmyndatöku eða
beint til skurðstofu, þegar um al-
varleg meiðsl var að ræða.
En erfitt vandamál skapaðist
strax við komu fyrsta nemandans
til sjúkrahússins, þ. e. hvernig
þekkja skyldi hvern þeirra örugg-
lega. Fáir þeirra voru með veski
eða buddur, og þeir, sem höfðu haft
slikt meðferðis, höfðu týnt því við
áreksturinn. Þar að auki voru flest-
ir þeirra meðvitundarlausir eða svo
ringlaðir, að þeir gátu ekki svarað
spurningum. Hverjir voru þessir
nemendur í raun og veru?
Þeir voru merktir fyrst um sinn
með því að málaðir voru bókstafir
á enni þeirra, og allar læknaskýrsl-
urnar, sem gerðar voru um hvern
þeirra í sjúkrahúsinu, báru því stafi
þessa, A, B, C, o. s. frv. þangað til
foreldrar, skólafélagar eða einhverj
ir aðrir gátu skýrt frá nöfnum
þeirra.
Klukkan 8.45 hafði lest skurð-
stofuflutningavagna hafið göngu
sína í sjúkrahúsinu, sem verið var
að aka frá slysavarðstofunni til rönt
gendeildarinnar eða til baka. í rönt-
gendeildinni voru átta röntgen-
tæknimenn og fjórir röntgensér-
fræðingar að störfum, en margir
þeirra áttu leyfi þennan dag. Tækni
maður frá General Electric verk-
smiðjunum, sem var nýbúinn að
setja upp eina af röntgenmynda-
tökuvélunum, yfirgaf ekki sjúkra-
húsið, heldur tók að hjálpa til í
framköllunarstofunni.
Jafnóðum og hver röntgenmynd
hafði verið fullgerð, var hún sett í
framköllun án minnstu tafar. Dr.
Frank Dain röntgensérfræðingur
sat við borð sitt í myndskoðunar-
herberginu allan morguninn og
greindi myndimgr, jafnóðum og
þær bárust honum: „brotnar tenn-
ur ... brotin nefbein ... vinstri fót-
ur að mestu slitinn frá leggnum
fyrir neðan hné . .. samþjöppun á
7. til 9. brjótlið... brotið höfuð-
kúpubein ...“
Dain festi skrifaða greiningu við
hverja mynd og festi hvort tveggja
með heftiplástri á gangvegginn fyr-
ir utan. Þaðan fór skurðhjúkrunar-
kona með myndina og greininguna
til skurðstofu, þar sem hvort
tveggja var borið saman við bókstaf
ina, sem málaðir höfðu verið á enni
hreyfingarlausu líkamanna, sem
lágu á skurðborðunum.
Marge Krupinski sat við skipti
borðið og fylgdist með því, er ljós-
in á því kviknuðu, þegar læknar og
hjúkrunarkonur á gervöllu svæðinu
hringdu hvert af öðru og buðu fram
aðstoð sína. „Ég er amma,“ sagði
kona ein, „og ég hef mikla reynslu
við barnagæzlu. Kannske get ég
hjálpað einhverri fjölskyldu, sem á
smábörn heima.“ Húsmóðir ein
hringdi og bauð fram aðstoð sína
við að búa um og „ýta burðarrúm-
um.“