Úrval - 01.10.1973, Side 106
104
Blaðamenn við dagblöð New
Yorkborgar hringdu æ ofan í æ og
urðu stöðugt óþolinmóðari. Þegar
þeim var tilkynnt, að enn væri ekki
vitað um nöfn hinna látnu og slös-
uðu, vildu þeir ekki trúa því, að
það gæti verið satt.
En símhringingar ofsahræddra
foreldra ollu samt mestu vandkvæð
unum. Einn faðir hringdi frá Mary-
landfylki og vildi vita, hvort sonur
hans hefði verið í skólavagninum.
Marge Krupinski lét hann bíða í 20
mínútur í símanum, meðan hún
hljóp á milli skrifstofanna og eftir
göngunum í leit að einhverjum, sem
kynni að vita svar við spurningu
þessari. Loks gat hún tilkynnt föð-
urnum, að sonur hans hefði einmitt
verið í skólavagninum og væri
meiddur. Faðirinn kom heim með
næstu flugvél.
Símastúlkan Fay Smith þekkti
McGuinnesfjölskylduna vel af sér-
stökum ástæðum. Kvöld eitt fyrir
um ári hafði eldri dóttir hennar far
ið í bílferð með Carol McGuinness,
beztu vinkonu sinni, og þær höfðu
lent í bílslysi. Dóttir Fay hafði lát-
izt. Hin sameiginlega þjáning hafði
myndað náin tengsl á milli fjöl-
skyldnanna, og þau tengsl höfðu
haldizt.
Nú heyrði Fay hina kunnuglegu
rödd Jims McGuinness í símanum.
Hann spurði hana, hvort það væru
nokkrar fréttir af honum Jimmy,
syni þeirra. „Það hafa engar fréttir
borizt enn, Jim,“ svaraði Fay. „Ég
hringi í þig strax og ég frétti eitt-
hvað.“ Hálftíma síðar hringdi móð-
ir Jimmis: „Fay, þetta er Peggy,“
sagði hún. „Mér þykir leitt að vera
ÚRVAL
að ónáða þig enn á ný...“ Rödd
hennar dó út.
Er hér var komið sögu, hafði síma
félagið sent yfirsímastúlku á vett-
vang til þess að leysa símastúlkurn-
ar á sjúkrahúsinu af, einnig eftir-
litsmann, sem gat ráðið fram úr
hvers konar óvæntum vandamálum,
og viðgerðarmann, sem átti að vera
til taks, ef um einhverjar bilanir
kynni að vera að ræða. (Símafé-
lagið var einnig að láta setja upp
átta sjálfvirk símtæki til ókeypis
og ótakmarkaðrar notkunar fyrir
foreldrana). Fay fór frá skiptiborð-
inu og leitaði uppi lækni. „Farðu í
skurðslopp og gakktu í gegnum
skurðstofurnar," sagði hann. „Ef til
vill kemurðu auga á hann.“
Fay klæddi sig í einn af krympl-
uðu, grænu sloppunum og hóf eftir-
litsgöngu sína um sjúkrahúsið. Hún
rýndi fast í hvert andlit af öðru,
um leið og hún endurtók „Jimmy
McGuinness ... Hefur nokkur séð
Jimmy McGuinness?11 Þetta varð
brátt að bæn, en hún fékk ekki
neitt svar. Jimmy McGuinness var
ekki í sjúkrahúsinu. Það var aðeins
um einn annan stað að ræða, þar
sem hann gat hugsanlega verið ...
líkhúsið.
„ÞAÐ VAR HRÆÐILEGT,
MAMMA“
Tom Martin, stjúpfaðir Teresu
McNeelys, á fasteignamatsfyrirtæki,
og hann var um þessar mundir að
vinna að áætlunum um almenn-
ingsgarð fyrir Rocklandhrepp. Þar
sem hann sat við skrifborð sitt ki.
8.05 að morgni, heyrði hann aðvör-
unarmerkið, sem kallaði sjálfboða-