Úrval - 01.10.1973, Síða 107
SLYSIÐ
105
liða slökkviliðsins á vettvang. Hann
hikaði sem snöggvast með blýant-
inn á lofti. Hann var sjálfboðaliði,
en það var ekki astlazt til þess, að
harjn svaraði öllum útköllum, og
það viðfamsefni, sem hann var nú
að fást við, var mjög þýðingarmik-
ið. Hann ákvað að svara því ekki
útkallinu, en blýanturinn datt úr
hendi hans, um leið og hann tók
þessa ákvörðun, og hann hljóp af
stað á næsta augnabliki.
A slökkviliðsstöðinni var yfir-
slökkviliðsmaður að skipa sjáif-
boðaliðum fyrir verkum, en þeir
voru að hlaða tækjabílinn af öll-
um þeim burðarrúmum, sem til
voru á stöðinni. ,Hvað hefur gerzt?1
spurði Tom.
„Lest rakst á skólavagn,11 var hon
um svarað. „Það liggja særð börn
úti um allt. Á Gilchrestvegi.“
Þetta var einmitt leiðin, sem
skólavagn Teresu fór um! Tækia-
vagninn geystist á fleygiferð eftir
þióðveginum, og Tom hélt sér dauða
haldi í handriðið. Þetta var ofboðs-
legasta bílferð, sem hann hafði
nokkru sinni farið í. Löngu áður en
þeir komust á slysstaðinn, höfðu
þeir lent í miklum umferðarhnút á
þjóðveginum, svo að þeir beygðu út
af honum og óku eftir ójöfnum veg-
inum, sem lá við hliðina á teinun-
um.
Við Tom blasti óhugnanleg sýn.
Fiórtán bílar frá þrem slökkvilið-
um og sex sjúkrabílaliðum voru þeg
ar komnir á vettvang. Þeim hafði
verið lagt hér og þar á teinum og
vegunum og einnig utan þeirra.
Verið var að draga slösuð ungmenni
út úr vagnhlutunum og veita þeim
bráðabirgðahjúkrun, þar sem þau
lágu á jörðinni, eða bera þau í
sjúkrabílana. Búningur einnar hjúkr
unarkonunnar var blóði drifinn.
Að nokkrum sekúndum liðnum
hafði hann þegar tekið til óspilltra
málanna. Hann útbýtti burðarrúm-
um og hjálpaði til þess að bera afl-
vélar, sem þeir höfðu komið með,
en með hjálp þeirra var hægt að
fá orku fyrir málmskurðartæki.
Teresa fór ekki úr huga hans, með
an hann gekk að þessum störfum.
En hann gat ekki lagt niður vinnu
til þess að leita að henni. Honum
dauðbrá, þegar hann datt næstum
yfir stúlku, sem lá á grúfu. En það
reyndist ekki vera Teresa. Hann var
byrjaður að sannfæra sjálfan sig
um, að Teresa hefði ekki verið með
í vagninum. Og hann endurtók þetta
hvað eftir annað, þangað til þetta
var orðinn eins konar bænarsöng-
ur.
Þegar Móðir Teresu kom að skrif
borði sinu í sjúkrahúsinu, kom hún
auga á miða, sem á stóð: „Alice,
farðu strax á slysavarðstofuna."
Hún hengdi upp kápu sína og gekk
hratt yfir til slysavarðstofunnar, er
var baka til í húsinu.
Á leiðinni skýrði önnur hjúkrun-
arkona henni frá slysinu. Alice fann
sem snöggvast til ótta vegna Ter-
esu, en hún vísaði honum á bug.
Hún hafði farið sömu leið til vinnu
og vagn Teresu fór á hverjum
morgni, og hún hafði ekki orðið
vör við, að þar hefði orðið neitt
slys. Hún vissi ekki, að vagninum
hafði verið ekið aðra leið en venju-
lega vegna holræsaframkvæmd-
anna. Hún greikkaði ós.iálfrátt spor-