Úrval - 01.10.1973, Page 110

Úrval - 01.10.1973, Page 110
108 ÚRVAL eldrar fóru fram á, að tekið væri meira tillit til þeirra en hinna. Og allir deildu fréttunum, hvort sem þær voru góðar eða slæmar. Einn þeirra lýsti þessu síðar á þann veg: „Þegar einhver einn frétti, að barn hans hefði meiðzt lítils háttar, glöddumst við öll. Og þegar einum var skýrt frá því, að barn hans væri lífshættulega meitt, fundum við öll mjög sárt til með honum. Það var eins og sérhvert okkar ætti 45 börn.“ Þegar fréttir af slysinu bárust út, byrjuðu foreldrar hvaðanæva að úr héraðinu að hringja í ofboði til gagn fræðaskólans til þess að fullvissa sig um, að börn þeirra væru í tím- um heil á húfi. Kennarar reyndu að halda uppi venjulegri kennslu, en hinar stöðugu truflanir höfðu ekki góð áhrif á námið. Og í sérhverri skólastofu gat að líta óhugnanlegan vitnisburð um slysið, því að þar voru eitt eða fleiri tóm sæti. Einn pilturinn var boðaður til skrifstofu skólans, þar sem faðir hans beið. Hann heimtaði að fá að sjá son sinn augliti til auglitis, áður en hann fékkst til þess að trúa því, að hann væri heill á húfi. Hann fór að gráta, þegar hann sá son sinn standa þarna alveg ómeiddan. Pilturinn hélt síðan aftur í bekk- inn sinn. Þetta hafði haft mjög mik- il áhrif á hann. „Ég hafði aldrei séð pabba gráta áður,“ sagði hann. SKURÐSTOFA NR. 5 Þegar 38 mínútur voru liðnar frá slysinu, var búið að flytja alla slas- aða burt af slysstaðnum. Einni klukkustundu eftir að fyrsti meiddi unglingurinn kom til sjúkrahúss- ins, var búið að taka þar á móti 45 börnum og einum fullorðnum og skoða þau. Þau lágu nú í sjúkra- stofum eða voru stödd í röntgen- myndatökuherbergjum eða skurð- stofum. Um hádegið höfðu um 300 röntgenmyndir verið teknar. Þá höfðu verið gefnar að minnsta kosti 25 blóðvökva- og blóðtrefjagjafir (blóðeggjahvítuefni) og framkvæm- ir 17 meiri háttar uppskurðir. Barnalæknirinn aðstoðaði svæf- ingarlækninn, augnsérfræðingurinn saumaði fyrir beinasérfræðinginn, taugaskurðlæknirinn saumaði fyrir þvagfærafræðinginn og plastað- gerðafræðingurinn hélt skurðstaðn- um hreinum fyrir tannskurðlækn- inn. „Læknarnir voru alveg dásam- legir,“ sagði einn foreldranna síðar. „Þeir önnuðust ekki aðeins börnin okkar, heldur okkur einnig. Ég veit ekki vel, hvert efni Hippokratesar- eiðs læknanna er, en þennan da' sáum við eiðinn í framkvæmd.11 í stuttu máli sagt, gerðu þeir það, sem gera þurfti. Og stundum gerðu þeir kraftaverk, að því er virtist. í skurðstofu nr. 5 lá grannur, dökkhærður piltur, 14 ára að aldri. A enni hans var málaður bókstafur- inn D. Hann var meðvitundarlaus vegna höggs, sem hann hafði fengið á höfuðið. Einnig var hægra viðbein hans brotið og sömuleiðis vinstri fóturinn. Það voru blæðingar víðs- vegar í líkama hans. En það var hægri fóturinn, sem læknarnir höfðu mestar áhyggjur af. Umhverf is hann stóð hópur lækna. Yfirmað- ur hópsins var dr. Eric Rotschild. Það átti að fara að taka af piltinum fótinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.