Úrval - 01.10.1973, Side 112
110
og þeir væru undir áhrifum deyf-
andi lyfja. Eðlileg viðbrögð við þess
um voðalega atburði höfðu hjálpað
foreldrum, ættingjum og vinum,
sjúkrahússtarfsliði og sjálfboðalið-
um til þess að afbera þennan skelfi-
lega dag. Það var einnig eins og
þeim hefði fundizt sem þessi ógn
væri á vissan hátt óraunveruleg, og
hafði það hjálpað þeim í þessu til-
liti. En í ömurlegri dögun þessa
dags varð harmleikurinn ofboðslega
raunverulegur í augum þessa fólks.
Þeir Richard Macaylo, James Mc-
Guinness og Robert Mauterer voru
dánir. Joan Ferrara hafði misst ann
an fótinn, og síðan átti Mary Jane
Li Puma einnig eftir að missa ann-
an fótinn. Átta unglingar voru enn
lífshættulega meiddir.
Á sunnudeginum var haldin sam-
eiginleg guðsþjónusta allra safnaða
bæjarins í Allra heilagra biskupa-
kirkjunni í Valley Cottag'e. Um 500
syrgjendur fylltu kirkjuna, og sum-
ir urðu að vera á grasflötinni úti
fyrir. Margir kirkjugestanna voru
aðkomumenn. Kona ein frá New
Jersey skýrði nærveru sína með
þessum orðum: „Þegar ég frétti
þetta, þakkaði ég guði fyrir, að börn
in mín höfðu ekki lent í þessu. En
svo komst ég að því, að ég gat ekki
útilokað mig frá þessu. Þessir pilt-
ar voru á einhvern hátt hluti af
sjálfri mér. É'g varð að koma hing-
að.“
Næsta dag kom Terence Cooke
kardínáli frá New Yorkborg til þess
að syngja sálumessu fyrir dánu
piltunum þrem í St. Páls rómversk-
kaþólsku kirkjunni í Congers. Ung-
ÚRVAL
ir vinir og skólafélagar piltanna
báru þá til grafar.
Þennan sama mánudagsmorgun
dó hinn 14 ára gamli Tom Grosse í
sjúkrahúsinu. Hann hafði staðið á
milli sætanna í miðjum skólavagn-
inum, einmitt þar sem eimreiðin
hafði rekizt á vagninn. Hann fékk
aldrei meðvitund aftur. Minningar-
guðsþjónusta um hann var haldin
á miðvikudagskvöldi í Germonds-
öldungakirkjunni. Hana sóttu einn-
ig margir foreldrar hinna s.lösuðu
og látnu. Þeir voru allir meðlimir
nýrrar fjölskyldu, sem missir og
sorg hafði myndað og haldið saman.
Þetta varð ekki síðasta dauðsfall-
ið. Þ. 12. apríl lézt Stephen Ward,
sem hafði legið mjög þungt haldinn.
Það átti nú að útskrifa Joseph
Larkin, bílstjóra skólavagnsins, eft-
ir sex daga dvöl á sjúkrahúsinu.
Menn höfðu haft stöðugar áhyggjur
af öryggi hans. Tvisvar höfðu lög-
reglumenn flutt hann til þess að
halda dvalarstað hans leyndum. Ef
til vill var ekki þörf svo mikilla
varúðarráðstafana, en mörg hótun-
arbréf höfðu borizt til sjúkrahúss-
ins, stíluð á „Larkin morðingja."
Jafnvel hjúkrunarkonurnar höfðu
í fyrstu fundið til fjandskapar gagn
vart Larkin. En viðhorf þeirra til
hans breyttist þó fljótt. Ein af hjúkr
unarkonunum skýrði frá þessu með
eftirfarandi orðum: „Hann hringdi
aldrei á hjálp af nokkru tagi. Hann
var með brotið viðbein, og það
hafði einnig gengið úr lagi, og hann
hlýtur að hafa haft verki. En það