Úrval - 01.10.1973, Page 118

Úrval - 01.10.1973, Page 118
116 ÚRVAL samlegrar vanrækslu. Þ. 10. apríl fékk hann svo fimm ára skilorðs- bundinn dóm. Þeir nemendur, sem misst höfðu fót, urðu að bera þyngstu byrðina. Það eru grimmileg örlög að missa fót á þeim aldri, þegar skóladans- leikir, íþróttakeppni og fyrsta ást- in eru svo snar þáttur í tilverunni. Síðdegis dag einn. skömmu áður en Joan Ferrara, sem misst hafði annan fótinn, átti að fá að fara heim, fékk hún einkennilega heim- sókn. Aðlaðandi, ung kona, sem hún þekkti ekki vitund, kom í heimsókn til hennar. Hún var lítið eldri en hún sjálf. Hún gekk bara inn í sjúkrastofuna og tilkynnti, að hún væri vinkona dr. Leaheys, læknis- ins, sem hafði yfirumsjón með með- ferð þeirri, sem Joan fékk. Hún settist niður við rúmstokkinn og byrjaði að rabba við Joan. Starði hún kannske á lakið, sem annar fóturinn lyfti hátt upp, en var slétt og flatt hinum megin, þar sem hinn fóturinn hefði átt að vera? Joan var sannfærð um, að hún gerði það, sannfærð um, að hver sem kom inn í sjúkrastofuna, gerði slíkt. Joan starði með beiskju og öfund á snotra fótleggi ókunnu konunnar, báða fótleggina, og hugsaði með sér: Það er svo sem auffvelt fyrir HANA aff vera kát og hamingju- söm. Hún er ekki affeins HÁLF kona. En þá gerðist dálítið ótrúlegt, sem truflaði þessar hugsanir henn- ar óþyrmilega. Ókunna konan teygði aðra höndina skyndilega upp undir pilsið, losaði um nokkrar spennur og tók af sér hægri fótinn. Síðan teygði hún höndina aftur und ir pilsið og tók af sér vinstri fótinn. Hún hafði líka lent í járnbrautar- slysi, og hún hafði misst báða fæt- urna rétt fyrir neðan hnén. Hún lýsti því ósköp rólega og eðlilega fyrir Joan, hvernig gervi- fæturnir störfuðu. Þeir voru gerðir úr nýju plastefni, sem var mjúkt viðkomu. Þeim var smokrað upp yfir leggstúfana eins og sokkum, og síðan voru þeir festir við eins kon- ar sokkabandabelti. Þeir voru al- veg eðlilegir útlits. Þegar konan hafði fest fæturna á sig aftur, átti Joan erfitt með að trúa því, sem hún hafði í raun og veru séð. Unga konan tók í aðra hönd Joan, áður en hún fór, og sagði: „Ég ætla að gifta mig í júní. Viltu koma í brúðkaupið mitt?“ DÝRMÆTASTA EIGNIN Tíminn gengur sinn gang, og hin- ar hefðbundnu venjur hverrar árs- tíðar eru í heiðri hafðar, jafnvel þótt sorglegir atburðir gerist í ein- hverju byggðarlagi. Það var komið að skólauppsögn gagnfræðaskólans í Nyack að kvöldi þ. 24. júní. Klukk an 8 byrjuðu fjölskylduhópar að safnast saman í kringum knatt- spyrnuvöll skólans. Og klukkan 8.30 var orðið þar geysimargt manna. Við 50 yarda hlaupabrautarlínuna hafði verið komið fyrir stólaröð fyrir kennara, heiðursgesti og leið- toga nemenda. Fyrir miðju hafði verið komið fyrir upphækkuðum palli og vinstra megin nótnagrind- um fyrir skólahljómsveitina. Á bak við gat að líta átta feta háa skreyt- ingu úr grenigreinum. Ljósköstur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.