Úrval - 01.10.1973, Side 119

Úrval - 01.10.1973, Side 119
SLYSIÐ 117 um var beint að þessum stað. Mark stólparnir voru ógreinilegir og virt ust langt í burtu. Hinum megin göt unnar vestan við völlinn var sjúkra húsið. Upplýstir gluggar þess sáust fæstir vegna trjánna, sem standa meðfram Midlandbreiðgötu, en fólk fann mjög til nærveru sjúkrahúss- ins þetta kvöld. Gagnfræðingaárgangurinn árið 1972 kom nú þrammandi í fylkingu út úr skólanum og gekk síðan yfir völlinn og settist á þá 235 stóla, er biðu þeirra þar. Piltarnir voru í svörtum skikkjum og með svört, höf uðföt, en stúlkurnar voru hvít- klæddar. Einum foreldranna varð þetta að orði: ,,Jæja, loks getur mað ur þó þekkt strákana frá stelpun- um.“ Þegar kom að afhendingu próf- skírteina, gengu gagnfræðingarnir upp að pallinum í stafrófsröð. Fyrst ur var Steven Abernathy, en sá síð- asti Nazira Zada. Nöfn, sem byrj- uðu á M, voru nokkurn veginn í miðri röðinni. Og það mátti greina, að það varð alger þögn, þegar nöfn, sem byrjuðu á M voru nefnd. Loks mátti heyra þessi orð í hátalara- kerfinu: „Richard Macaylo með á- gætiseinkunn." Það kvað við lófa- tak úr öllum áttum og hélt óslitið áfram, meðan vinur hins látna pilts gekk fram til þess að taka við próf- skírteininu fyrir hönd fjölskyld- unnar. Klukkan 10.30 lauk athöfninni, og fólkið streymdi út á völlinn og hópaðist utan um skyldmenni og vini úr hópi nýgagnfræðinganna. En þessir smáhópar voru ekki einangr aðir hver frá öðrum. Þeir voru tengd ir saman af hinni sameiginlegu reynslu, sem harmleikurinn hafði fært þeim. Unga fólkið hafði misst mikið, en það hafði einnig eignazt mikið. Það hafði uppgötvað innra með sér sína eigin mannlegu sam- kennd. Og unga kynslóðin fann, að fullorðna fólkið í Nyack og þorpun- um umhverfis var gripið sömu kennd og þau sjálf. Kynslóðabilið hafði minnkað stórkostlega, því að unga fólkið uppgötvaði, að eldra fólkinu þótti vænt um það. Að hamingjuóskum, handtökum og kossum liðnum leystust hóparn- ir upp. Sumir fóru á veitingahús og í samkomuhús til þess að halda veizlur. Aðrir fóru heim. Brátt voru völlurinn, markstólparnir, bekkirn- ir og stólarnir orðnir að skuggum í bjarmanum frá ljósum sjúkrahúss- ins hinum megin vallarins. Þrem mánuðum síðar, þ. e. þ. 16. september, fór svo fram önnur há- tíðleg og merkileg athöfn. Þá fór fram vígsla nýja barnagarðsins, sem er um hálfrar mílu vegar upp með veginum, sem liggur frá járnbraut- arvegamótunum. Þar átti að af- hjúpa bronsplötu, sem greypt hafði verið í stóran klett. Meðal áhorf- enda voru flestir þeir unglingar, er lifað höfðu áreksturinn af, og ætt- ingjar þeirra. Sumir unglinganna voru enn í gipsi. Nokkrir voru á hækjum, og einn þeirra var í hjóla- stól. í útjaðri mannþyrpingarinnar stóð maður einn ásamt konu sinni. Þau voru hljóðlát og virtust draga sig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.