Úrval - 01.10.1973, Side 120
118
ÚRVAL
í hlé frá mannþyrpingunni. Maður-
inn var Joseph Larkin, bílstjóri
skólavagnsins. Enda þótt fólk hefði
ekki orðið vart við þegar hann kom,
þá breiddist vitneskjan um nærveru
hans eins og eldur í sinu um mann-
þyrpinguna. Nokkrir litu í áttina til
hans, en flýttu sér svo að líta af
honum aftur. Enginn gekk til hans
til þess að mæla huggunarorðum til
hans. Það hefði kannske verið til
of mikils mælzt af þessum syrgj-
andi foreldrum. En þeir ásökuðu
hann heldur ekki núna né reyndu
að auka kvöl hans. Þeir gerðu sér
grein fyrir því, að hvað svo sem
Larkin kynni að hafa gert eða látið
undir höfuð leggjast að gera, þá
hafði hann sýnt hugrekki með því
að koma þangað.
Skólahljómsveit gagnfræðaskól-
ans í Nyack lék við þetta tækifæri,
en fjórir meðlimir hennar höfðu
einmitt slasazt í árekstrinum. Síð-
an flutti Cooke kardínáli stutt á-
varp.
Minningarplatan var afhjúpuð. Á
henni var dagsetning afhjúpunar-
innar, nöfn þeirra, sem látið höfðu
lífið, og þessi orð:
MINNISMERKI BARNANNA
Til minningar um dýrmæt-
ustu eign okkar . . . fimm af
ungmennum okkar. Af völdum
harmleiks rættust ekki vonir
þær, sem tengdar voru við þau.
Megi allir þeir, sem staldra liér
við til þess að njóta þessa land-
skika, gera sér grein fyrir því,
að sérhver kynslóð hefur í sér
geymdar allar okkar vonir og
alla okkar arfleifð.
Geislun matvæla tvíeggjað sverff
Á síðustu árum hefir talsvert verið gert af því að auka geymslu-
þol matvæla með röntgengeislum. Ávextir, grænmeti, fiskur, kjúkl-
ingar, niðursoðið kjöt, svínakjöt og fleiri matvæli eru sett undir
geislana í þessu skyni. Bandarískir hermenn í herþjónustu gerðust
tilraunadýr og borðuðu um skeið geislað svínakjöt. Rannsóknir á
þeim virtust ekki leiða í ljós, að nokkur hætta stafaði af þessu
geislaða kjöti. Því miður kom þó annað á daginn, er tilraunir með
kjötið voru gerðar á dýrum. Þar komu fram illkynja breytingar á
blóðkornum og afturkippur í vexti dýranna.
Útlit og bragð hinna geisluðu matvæla breytist ekki. Hinsvegar
hafa rannsóknir sýnt, að breytingar verða á fjörefnum, steinefnum
og ýmsum öðrum þýðingarmiklum næringarefnum þeirra. Og margir
kunnir vísindamenn hafa með rannsóknum gengið úr skugga um
skaðleg áhrif þeirra. M. a. hafa tilraunir sýnt, að geisluð matvæli
geta haft svipuð áhrif á neytendur matvælanna eins og ef geisl-
unum hefði verið beint að þeim sjálfum. Úr Let us Live.